Nú erum við byrjuð að taka við nemendum í prufutíma fyrir vorönn 2021 og hvetjum við alla áhugasama nemendur um að skrá sig í gegnum skráningarformið hér fyrir ofan. Inná þeirri síðu má líka finna nánari upplýsingar um hvernig prufutímarnir og ferlið ganga fyrir sig.
Við viljum bjóða yngri árgangana (2009-2011) sérstaklega velkomin en annars eru prufutímar almennt opnir öllum áhugasömum dönsurum.
Gleðilegt nýtt ár öll sömul – nú rúllum við af stað með vorönn 2021. Starfsdagur kennara verður mánudaginn 4. janúar og svo hefst kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar.
Það urðu einhverjar breytingar á stundaskrá hjá flestum ef ekki öllum hópum svo við biðjum ykkur að skoða töfluna vel en hana má finna undir flipanum Stundaskrá & skóladagatal hér fyrir ofan.
Nú hyllir vonandi undir lokin á þessum blessaða faraldri en við höldum áfram að fylgjast vel með og aðlaga okkur aðstæðum hverju sinni.
Frekari upplýsingar um framhaldið koma svo í tölvupósti fljótlega
Það er komið að síðasta myndbandinu í jóladagatalinu okkar og hér höfum við fengið tvo nemendur, annan núverandi og hinn fyrrverandi til þess að syngja fyrir okkur meðan við rifjum upp öll myndböndin úr dagatalinu. Matthildur Sveinsdóttir og Benedikt Gylfason syngja fyrir okkur en Benedikt sá einnig um hljóðvinnsluna.
Þetta er jólakveðja okkar til ykkar – Gleðileg jól og farsælt komandi ár – nú taka vonandi bjartari tímar við
Vonandi eru áhorfendur jóladagatals búnir að pakka inn flestum, ef ekki öllum gjöfunum. Annars fundum við þessa duglegu jólapakka-pakkara í Listdansskólanum sem eflaust geta hjálpað eitthvað til.
Í jóladagatalinu í dag fáum við aftur að sjá brot úr jólasýningunni sem aldrei varð – þrír sólóar sem hér eru settir við tónlist úr Hnotubrjótnum. Nemendur nútímadeildar dansa.
Norðurljós, dulúðleg, dansandi um himininn með fljótandi hreyfingum. Ekki endilega tengd jólunum en svo sannarlega vetrinum og oft sjást þau á vetrarhimni um jól. Nemendur af klassískri braut framhaldsdeildar dansa.
Í dag er fjórði sunnudagur í aðventu og þá kveikir fólk á svokölluðu englakerti á aðventukransinum. Það er því viðeigandi að yndislegu nemendur 1. stigs dansi lítinn engladans að því tilefni.
Dagatalsmyndband dagsins heitir einfaldlega “Jólaboð, hið nýja norm” og þarfnast ekki frekari útskýringa með. Fjórir nemendur nútímabrautar héldu jólaboð á fordæmalausum tímum.
Fólk er stundum spurt í aðdraganda jóla hvort það sé ekki komið í jólaskap eða jólastuð. Þetta var svarið þegar nokkrir nemendur framhaldsdeildar voru spurð þeirrar spurningar í gær:
Í dag ætlum við að skyggjast inní balletttíma hjá nemendum á klassískri braut framhaldsdeildar. Myndbandið er tekið með svokallaðri time-lapse tækni svo það kemst ansi mikið efni inní þetta annars stutta myndband.