inntökupróf fyrir skólaárið 2020-2021

Inntökupróf Listdansskóla Íslands verða með eilítið breyttu sniði þetta árið vegna ástandsins eða sem hér segir: 

Inntökupróf framhaldsdeildar 2004 árgangur og eldri 
Laugardaginn 30. maí klukkan 13. (passað uppá hópastærðir) 

Nemendur framhaldsdeildar geta valið um nútíma eða klassíska listdansbraut sem lýkur með stúdentsprófi af listdansbraut MH eða bara útskrift héðan frá okkur. 

Inntökupróf yngstu árganga grunndeildar, árgangar 2010 og 2011 
Laugardaginn 6. júní klukkan 13 

Nám við grunndeild Listdansskóla Íslands er kennt samkvæmt viðurkenndri námsskrá sem byggir upp sterka dansara 

Árgangar 2009-2005 sem sækja um í grunndeild verður boðið að koma í prufutíma ýmist núna í vor eða í ágúst þegar kennsla hefst á ný. 

Allir umsækjendur eru beðnir um að fylla út rafræna skráningu og verður svo haft samband í framhaldi með frekari upplýsingar  

Kennsla hefst á ný eftir samkomubann 4. maí

Nú þegar við hefjum kennslu grunndeildar á ný viljum við skerpa aðeins á þeim varúðarráðstöfunum sem voru í gangi fyrir samkomubann. 

Við höfum hliðrað einhverjum hópum um 15 mínútur til að hópar séu ekki allir að koma á sama tíma. Sjá stundaskrá HÉRNA  Tíminn er tiltekinn hjá þeim hópum sem við seinkum um korter.

Til að minnka umgang eru foreldrar beðnir um að koma ekki inní skólann nema nauðsyn beri til 

Við biðjum nemendur um að:

  • Mæta sem mest tilbúin í dansfötum til að stytta tímann í búningsklefum og öðrum rýmum skólans – við höngum ekki óþarflega lengi fyrir eða eftir tíma. 
  • Þvo sér um hendur fyrir og eftir tíma ásamt því að nota spritt eftir þörfum 
  • Hver sem finnur fyrir hita, kvefi, hósta, öndunarerfiðleikum eða öðrum einkennum sleppir því að koma á Engjateiginn og heldur sig frekar heima. 
  • Forðist að snerta andlit; augu, nef og munn.
  • Hóstið og hnerrið í olnbogabót eða pappír
  • Við biðjum alla um að koma með eigin vatnsbrúsa og sleppa því að nota plastglösin. 

Húsnæðið er þrifið daglega með sérstaka áherslu á sameiginlega snertifleti, þess á milli passar starfsfólk uppá þessi atriði. 

Kennarar hætta 5 mínútum fyrr og sótthreinsa ballettstöng og aðra snertifleti eftir tíma 

Æfingaplan fyrir vorsýningu 24. mars 2020

MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR 

Miðvikud. 11. mars     Engjateigur 

SAMÆFING FELLUR NIÐUR OG FRESTAST UM VIKU – FYLGIST MEÐ TÖLVUPÓSTI OG FRÉTTUM HÉR INNI. 

Þriðjud. 17. mars         Engjateigur – Samæfing grunndeild

Kl. 15:30                      2. -7. stig          Upphitun

Kl. 16:30                      1. stig               Mæta

Kl. 17:00- 19:00            Allir                 Rennsli í búningum

Kl. 19:00 – 20:00          7. stig               skv. stundaskrá

Mánud. 23. mars         Borgarleikhús (mæta hálftíma áður en æfing hefst á sviði)

Kl. 8:00                        6. stig   Kína

Kl. 8:35                        5. stig   Þýskaland 

Kl. 9:10                        strákar  Skotland 

Kl. 9:40                        4. stig   Frakkland 

Kl. 10:15                      3. stig   Tékkland 

Kl. 10:50                      2. stig   Bandaríkin 

Kl. 11:35                      1. stig   Ísland 

Kl. 12:00                      7. stig   Rússland

Kl. 12:35                      Allir     Út í geiminn

Kl. 13:10 – 14:00          Allir     Rennsli

kl 14:00-20:30 ca         FRAMHALDSDEILD – tímasetningar koma síðar

Þriðjud. 24. nóv.          Borgarleikhús

Mæta í leikhús í síðasta lagi kl. 16:00 (grunndeild síðust á dagskrá)

Upphitun um kl. 16:45

Sýningar kl. 17:00 og 20:00

Miðvikudaginn 25. mars er engin formleg kennsla í skólanum.  

Páskafrí hefst laugardaginn 4. apríl og kennsla hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl.

Próf framhaldsdeildar verða síðustu dagana í apríl 

Próf grunndeildar verða í maí. 

Undankeppni Dance World Cup í Borgarleikhúsinu

Við erum virkilega stolt af nemendum okkar sem tóku þátt í Dance World Cup Iceland í dag. Ferlið er búið að vera lærdómsríkt og öll komast þau til Rómar 🥳 Í hópnum eru svo besti sólisti í Children hópnum, besti sólisti í Junior sem jafnframt er besti overall dansarinn! Til hamingju öll sömul 😊❤️👌🙌 

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi