Æfingaplan fyrir haustsýningu 21. nóvember

MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR
ÆFINGAR GRUNNDEILDAR (sjá framhaldsdeild neðar)
Hver hópur æfir með sínum kennara á venjulegum tíma fram að helgi

Laugard. 20. nóv.          Borgarleikhús 
(mæta hálftíma áður en æfing hefst á sviði)

Kl. 8:00            6. Stig (mæting 7:30)

Kl. 8:45            5. Stig (mæting 8:15)

Kl. 9:25            4. Stig (mæting 8:55)

Kl. 9:55            3. Stig (mæting 9:25)

Kl. 10:15          2. Stig (mæting 9:45) 

Kl. 10:45          7. Stig (upphitun á 4. hæð kl 10) 

Kl. 11:00          Allir     Lokakafli

Kl. 11:40          Allir     Rennsli

Kl. 12:30          Allir grunn- og fr.h.d.    Framkall

Kl. 12:45          Framhaldsdeild 

Sunnud. 21. nóv.      Borgarleikhús

Kl. 10:00          7. stig Upphitun með framh.d.

Kl. 10:00          4. + 5. stig mætir í leikhúsið 

Kl. 10:30-11:10             4. + 5. stig Upphitun í Svarta sal (Helena) 

Kl. 10:30          6. stig mætir í leikhúsið

Kl. 11:05          6. stig Upphitun í sal ÍD 4. hæð (Margrét)

Kl. 11:00          2. + 3. stig mætir í leikhúsið

Kl. 11:30          2. + 3. stig Upphitun (Mummi)

Æfingar á sviði :

Kl. 11:20          4. stig

Kl. 11:35          5. stig

Kl. 11:50          6. stig

Kl. 12:05          2. stig

Kl. 12:20          3. stig

Kl. 13:00          Fyrri sýning

Kl. 15:00          Seinni sýning    Góða skemmtun 

Mánudaginn 22. nóvember verður engin kennsla í skólanum.  

Próf grunndeildar hefjast í lok nóvember. Einkunnir verða afhentar á Litlu jólunum föstudaginn 10. desember kl. 16:00- 17:30.  Það er jafnframt síðasti kennsludagur fyrir jólafrí. 

ÆFINGAR FRAMHALDSDEILDAR

16 nóvember 2021 @ Engjateigur:
12:30-13:45 – upphitunartími
13:45-14:15 – táskór upphitunartími
13:45-14:15 – ntd section 1
14:15-15:00 – smápása
15:00-15:30 – section 3 (Anja, Andrea, Anna Petrea, Álfheiður, Eydís, og Margrét)
15:30-16:30 – “5 section” með 7. stig
16:30-17:00 – allir rennsli

17 nóvember 2021 @ Engjateigur:
8:30-9:30 – ntd upphitunartími
8:30-10:00 – kla upphitunartími
9:30-10:00 – ntd rennsli
10:00-10:15 – smápása
10:15-11:00 – section 1
11:00-11:45 – “5 section”
11:45-12:00 – section 3 (Anja, Andrea, Anna Petrea, Álfheiður, Eydís, og Margrét)
12:00-12:30 – allir rennsli

18 nóvember 2021 @ Engjateigur: venjulegir tímar

19 nóvember 2021 @Engjateigur:
10:00-11:30 – upphitunartími
11:30-11:45 – smápása
11:45-12:15 – allir rennsli
12:15-13:00 – leiðréttingar
13:00-13:30 – allir rennsli

20 nóvember 2021 @ Borgo:
10:00-11:15 – upphitunartími með 7. stig (4. hæð)
11:15-12:00 – æfa í 50%
12:00-12:30 – hádegispása
12:30-16:30 – sviðsæfingar

21 nóvember 2021 @ Borgo:
10:00-11:00 – upphitunartími með 7. stig (4. hæð)
11:00-11:20 – “5 section” á sviði í 70%
11:20-12:30 – hádegispása
12:30-13:00 – upphitunartími
13:00-14:00 – fyrri sýning
14:30-15:00 – upphitunartími
15:00-16:00 – seinni sýning

22 nóvember 2021: frídagur.

Próftafla grunn- og framhaldsdeildar H2021

Þri 19. okt
KLA-B, kl 14
NTD-D, kl 18:30

Mið 20. okt
KLA-E/TÁSK-E, kl 10

Fim 21. okt
KLA-C, kl 14:30

Þri 26. okt
NTD-B, kl 15:30
Samtímadans-áhorf kl 17

Fös 29. okt
KLA-D/TÁSK-D, kl 11

Þri 30. nóv
5. stig kl 17

Mið 1. des
6.stig kl 17:30

Fös 3. des
2. stig kl 15:30
4.stig kl 17

Lau 4. des
7.stig kl 10

Mán 6. des
3. stig kl 15:30

Prufutímar haust 2021

Þá er haustönnin farin af stað hjá okkur og við viljum minna á að enn er hægt að koma í prufutíma fyrir bæði grunn- og framhaldsdeild. Vinsamlegast fyllið út skráningarformið hér á síðunni og við höfum samband til að boða í prufu. Komið og lærið hjá einhverjum reynslumestu kennurum á landinu.

sumarnám í listdansskóla íslands

Listdansskóli Íslands með góðum stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins býður í sumar uppá sértækt sumarnám sem hluta af aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn atvinnuleysi og efla menntun meðal ungs fólks og virkni.

Það er því með mikilli ánægju sem við getum boðið uppá þessa fjóra gjaldfrjálsu áfanga fyrir nemendur í framhaldsskóla, nýútskrifaða nemendur úr grunnskólum, einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, brúa færnibil eða skipta um starfsvettvang.

Sumarnám verður í boði í sex vikur frá 14. júní, kennt verður alla virka daga auk laugardaga samkvæmt þessari stundaskrá.
Athugið að ballett og nútímadans eru alltaf á sama tíma en repertoire tímarnir verða til skiptis annan hvern dag, þar af leiðandi erum við með töflu A og töflu B hvað varðar repertoire tímana.

Fjórir áfangar verða í boði, klassísk balletttækni, nútímadanstækni auk nútíma-repertoire og ballett-repertoire. Hægt verður að velja annaðhvort klassíska balletttækni eða nútímadanstækni og báða repertoire áfangana fyrir þau sem það vilja.
Áfangana má taka til eininga á listdansbraut MH.

Við getum tekið við takmörkuðum fjölda í sumarnámið svo við biðjum áhugasama nemendur um að fylla út umsóknarformið HÉRNA sem fyrst.
Staðfestingargjald verður innheimt 3.000 krónur en það er svo endurgreitt í lok námskeiðs.

Eftirtaldir kennarar taka mismunandi tímabil í kennslu svo tímarnir verða fjölbreyttir og skemmtilegir (með fyrirvara um breytingar).

KENNARAR :

Balletttækni
Guðmundur Helgason
Sigrún Ósk Stefánsdóttir
Sæunn Ýr Marinósdóttir
Lilja Rúriksdóttir

Nútímadanstækni
Benjamin Scott Riggs
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Snædís Lilja Ingadóttir

Ballett-repertoire
Birgitte Heide
Guðmundur Helgason
Sigrún Ósk Stefánsdóttir
Sæunn Ýr Marinósdóttir

Nútíma-repertoire
Auður Bergdís Snorradóttir
Ásrún Magnúsdóttir
Benjamin Scott Riggs

Æfingaplan v. vorsýningar 2021

Laugard. 5. júní          Borgarleikhús (mæta hálftíma áður en æfing hefst)
með fyrirvara um breytingar

Kl. 8:30                       7. stig              (Nanna)

Kl. 9:10                       5. stig              (Helena)

Kl. 9:50                     4. stig              (Helena)          

Kl. 10:30                       6. stig              (Margrét)

Kl. 11:10                     3. stig              (Sigrún)           

Kl. 11:50                     2. stig              (Margrét)

Kl. 12:30                     1. stig              (Hildur)

Kl. 13:10                     Strákar            (Mummi)                    

Kl. 13:50-14:50          Allir grunnd.               Rennsli

Kl. 14:50-16:45   Grunnd./Frh.d.   Aðalæfing

 

Sunnud. 6. júní                      Borgarleikhús

SÝNINGARDAGUR

Sunnud. 6. júní (mæta tímanlega og alls ekki seinna en uppgefinn tími)

Kl. 11:00              Leikhúsið opnar

Kl. 11:30-12:30     6. og 7. stig upphitun ÍD salur

Kl. 12:00              4. og 5. stig mæta í leikhúsið og fara í búninga

Kl. 12:30              2. og 3. stig mæta í leikhúsið

Kl. 12:30-13:10     Upphitun 4. og 5. stig 4. hæð ?

Kl. 12:30              7. stig æfing á sviði

Kl. 13:00              1. stig mæta í leikhúsið

Framhaldsdeild mætir samkvæmt tímaplani á Ristinni 🙂

Einkunnir grunndeildanema verða afhentar eftir sýningarnar og þar með hefst formlegt sumarfrí skólans. Bestu þakkir fyrir frábært samstarf þetta skólaár. Sjáumst hress í haust 

Miðvikud. 19. maí     Engjateigur

Kl. 15:30   1.- 3. stig   Upphitun/æfing 

Kl. 16:15   4. stig, Ari, Logi, Þór mæta

Kl. 17:00-17:30 1.- 4. stig Rennsli bún. 

5.- 7. stig mæta skv. stundaskrá.

Föstud. 28. maí          Engjateigur                

Kl. 17:00         5.-7. stig  Upphitun/æfing

Kl. 18:30–19:30   Allir Rennsli 

Kl. 19:30–20:00   7. stig         

1.- 3. stig mæta skv. stundakrá.         

Inntökupróf árgangar 2010 – 2011 – 2012

Inntökupróf fyrir skólaárið 2021-2022 – árgangar 2010-2012 verður laugardaginn 15. maí klukkan 14-15
Nánari upplýsingar og rafræn skráning HÉRNA

Árgangar 2006-2009 og þau sem ekki komast í inntökupróf geta skráð sig í gegnum rafrænu skráninguna og fá þá boð í prufutíma.

Fagleg og vönduð kennsla leggur góðan grunn að árangri
Nemendur taka þátt í reglulegum sýningum skólans

Inntökupróf fyrir skólaárið 2021-2022

Inntökupróf fyrir skólaárið 2021-2022 verða haldin sem hér segir:

Inntökupróf framhaldsdeild, klassísk og nútímabraut,
(árgangar 2005 og eldri)
laugardaginn 8. maí kl 13:30-16 ca

Prófið samanstendur af stuttum nútímadanstíma, spuna og ballett. Umsækjendur þurfa að ekki að undirbúa neitt sjálf.
Á listdansbraut framhaldsdeildar er hægt að taka stúdentspróf í dansi með miklum fjölda eininga í danstímum. Frábært nám fyrir alla þá sem elska að dansa !

Nánari upplýsingar um inntökuferlið og skráning HÉRNA

Stökkvið með okkur inní nýtt dansár!

Inntökupróf grunndeildar
(árgangar 2010, 2011 og 2012)
Laugardaginn 15. maí kl 14-15
Prófið samanstendur af einföldum æfingum undir handleiðslu kennara – ekki þarf að undirbúa neitt fyrir prófið.

Eldri nemendur árgangar 2006-2009 skrá sig hér á síðunni og fá boð í prufutíma með öðrum nemendum skólans.

Nánari upplýsingar um inntökuferlið og skráningarform HÉRNA

Í grunndeildinni læra nemendur rétta líkamsbeitingu og tækni

Alþjóða dansdagurinn 29. apríl

Á hverju ári þann 29. apríl er haldið uppá Alþjóða dansdaginn útum allan heim en það er Alþjóðlega leikhússtofnunin ITI -International Theatre Institute sem skipuleggur daginn og fær einhvern þekktan einstakling úr dansheiminum til að skrifa ávarp í tilefni dagsins.
Ávarp ársins 2021 má lesa hér fyrir neðan í þýðingu Steinunnar Kristínar Þorvaldsdóttur.

Höfundur orðsendingar alþjóðlega dansdagsins, 29. apríl árið 2021:
Friedemann VOGEL frá Þýskalandi
Ballettdansari

Orðsending í tilefni alþjóðlega dansdagsins eftir Friedemann VOGEL

Allt byrjar með hreyfingu – eðlishvöt sem er okkur öllum sameiginleg – og dansinn er hreyfing sem er öguð til þess að miðla. Óaðfinnanleg tækni er vissulega mikilvæg og tilkomumikil, en þegar allt kemur til alls þá skiptir það sem dansarinn tjáir inni í hreyfingunni öllu máli.
Sem dansarar erum við stöðugt á hreyfingu í þeim tilgangi að reyna að skapa þessar ógleymanlegu stundir. Sama hver danstegundin er, þá er þetta drifkraftur allra dansara. Þegar leikhúsum hefur svo allt í einu verið lokað og hátíðum frestað og við megum ekki koma fram
lengur, þá hefur heimurinn okkar stöðvast. Engin líkamleg snerting. Engar sýningar. Engir áhorfendur. Aldrei fyrr í manna minnum hefur danssamfélagið staðið frammi fyrir jafn sameiginlegri áskorun um að halda áhuganum vakandi og finna tilvistarlegan tilgang okkar.
Það er samt einmitt þegar eitthvað dýrmætt hefur verið tekið frá okkur sem við gerum okkur raunverulega grein fyrir mikilvægi verka okkar og hve mikla þýðingu dansinn hefur fyrir allt samfélagið. Dönsurum er oft hampað fyrir líkamlega færni sína þegar reyndin er sú að oftast er
það frekar andlegi styrkurinn sem heldur okkur gangandi. Ég tel að það sé þetta einstaka sambland af líkamlegri og sálrænni snerpu sem muni hjálpa okkur að sigrast á ástandinu og endurskapa okkur til að við getum haldið áfram að dansa og veita innblástur.

Hér má lesa ávarpið á ensku á vef ITI
https://www.international-dance-day.org/messageauthor.html

Kennsla hefst í grunndeild á ný

Nú er það ljóst að við getum aftur tekið á móti nemendum grunndeildar í staðkennslu og hefst hún samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 15. apríl. Við höldum áfram að gæta vel að sóttvörnum og biðjum alla nemendur og foreldra að leggja sitt af mörkum til að vel gangi.
Hlökkum til að sjá ykkur aftur!

Framhald kennslu nú eftir páska

Við ætlum að hefja kennslu á morgun miðvikudag 7. apríl en ekki í dag eins og áður var tilkynnt – kennslunni verður háttað sem hér segir. 
GRUNNDEILD: 
Eins og við skiljum reglugerðina megum við ekki fá grunndeildarnemendur til okkar í sal fyrr en vonandi 15. apríl þegar ný reglugerð tekur gildi. Við ætlum að kanna þetta betur og látum vita ef það breytist en þangað til verðum við með fjarkennslu fyrir nemendur og ættu hóparnir að heyra frá frá sínum kennurum með það fyrirkomulag. Ef við fáum grænt ljós á að byrja aftur í sal fyrr en ætlað er þá látum við vita af því. 


FRAMHALDSDEILD: 
Reglugerðin leyfir okkur að hafa tíma í sal EN með ítrustu sóttvörnum eins og við erum orðin nokkuð vön. Það eru því 2 metrar á milli allstaðar og alltaf þegar það er hægt, grímur í öllum sameiginlegum rýmum innan skólans, pössum sérstaklega vel einstaklingsbundnar sóttvarnir, handþvottur, spritt etc etc… Gerum þetta saman og vöndum okkur!

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi