Inntökupróf árgangar 2010 – 2011 – 2012

Inntökupróf fyrir skólaárið 2021-2022 – árgangar 2010-2012 verður laugardaginn 15. maí klukkan 14-15
Nánari upplýsingar og rafræn skráning HÉRNA

Árgangar 2006-2009 og þau sem ekki komast í inntökupróf geta skráð sig í gegnum rafrænu skráninguna og fá þá boð í prufutíma.

Fagleg og vönduð kennsla leggur góðan grunn að árangri
Nemendur taka þátt í reglulegum sýningum skólans

Inntökupróf fyrir skólaárið 2021-2022

Inntökupróf fyrir skólaárið 2021-2022 verða haldin sem hér segir:

Inntökupróf framhaldsdeild, klassísk og nútímabraut,
(árgangar 2005 og eldri)
laugardaginn 8. maí kl 13:30-16 ca

Prófið samanstendur af stuttum nútímadanstíma, spuna og ballett. Umsækjendur þurfa að ekki að undirbúa neitt sjálf.
Á listdansbraut framhaldsdeildar er hægt að taka stúdentspróf í dansi með miklum fjölda eininga í danstímum. Frábært nám fyrir alla þá sem elska að dansa !

Nánari upplýsingar um inntökuferlið og skráning HÉRNA

Stökkvið með okkur inní nýtt dansár!

Inntökupróf grunndeildar
(árgangar 2010, 2011 og 2012)
Laugardaginn 15. maí kl 14-15
Prófið samanstendur af einföldum æfingum undir handleiðslu kennara – ekki þarf að undirbúa neitt fyrir prófið.

Eldri nemendur árgangar 2006-2009 skrá sig hér á síðunni og fá boð í prufutíma með öðrum nemendum skólans.

Nánari upplýsingar um inntökuferlið og skráningarform HÉRNA

Í grunndeildinni læra nemendur rétta líkamsbeitingu og tækni

Alþjóða dansdagurinn 29. apríl

Á hverju ári þann 29. apríl er haldið uppá Alþjóða dansdaginn útum allan heim en það er Alþjóðlega leikhússtofnunin ITI -International Theatre Institute sem skipuleggur daginn og fær einhvern þekktan einstakling úr dansheiminum til að skrifa ávarp í tilefni dagsins.
Ávarp ársins 2021 má lesa hér fyrir neðan í þýðingu Steinunnar Kristínar Þorvaldsdóttur.

Höfundur orðsendingar alþjóðlega dansdagsins, 29. apríl árið 2021:
Friedemann VOGEL frá Þýskalandi
Ballettdansari

Orðsending í tilefni alþjóðlega dansdagsins eftir Friedemann VOGEL

Allt byrjar með hreyfingu – eðlishvöt sem er okkur öllum sameiginleg – og dansinn er hreyfing sem er öguð til þess að miðla. Óaðfinnanleg tækni er vissulega mikilvæg og tilkomumikil, en þegar allt kemur til alls þá skiptir það sem dansarinn tjáir inni í hreyfingunni öllu máli.
Sem dansarar erum við stöðugt á hreyfingu í þeim tilgangi að reyna að skapa þessar ógleymanlegu stundir. Sama hver danstegundin er, þá er þetta drifkraftur allra dansara. Þegar leikhúsum hefur svo allt í einu verið lokað og hátíðum frestað og við megum ekki koma fram
lengur, þá hefur heimurinn okkar stöðvast. Engin líkamleg snerting. Engar sýningar. Engir áhorfendur. Aldrei fyrr í manna minnum hefur danssamfélagið staðið frammi fyrir jafn sameiginlegri áskorun um að halda áhuganum vakandi og finna tilvistarlegan tilgang okkar.
Það er samt einmitt þegar eitthvað dýrmætt hefur verið tekið frá okkur sem við gerum okkur raunverulega grein fyrir mikilvægi verka okkar og hve mikla þýðingu dansinn hefur fyrir allt samfélagið. Dönsurum er oft hampað fyrir líkamlega færni sína þegar reyndin er sú að oftast er
það frekar andlegi styrkurinn sem heldur okkur gangandi. Ég tel að það sé þetta einstaka sambland af líkamlegri og sálrænni snerpu sem muni hjálpa okkur að sigrast á ástandinu og endurskapa okkur til að við getum haldið áfram að dansa og veita innblástur.

Hér má lesa ávarpið á ensku á vef ITI
https://www.international-dance-day.org/messageauthor.html

Kennsla hefst í grunndeild á ný

Nú er það ljóst að við getum aftur tekið á móti nemendum grunndeildar í staðkennslu og hefst hún samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 15. apríl. Við höldum áfram að gæta vel að sóttvörnum og biðjum alla nemendur og foreldra að leggja sitt af mörkum til að vel gangi.
Hlökkum til að sjá ykkur aftur!

Framhald kennslu nú eftir páska

Við ætlum að hefja kennslu á morgun miðvikudag 7. apríl en ekki í dag eins og áður var tilkynnt – kennslunni verður háttað sem hér segir. 
GRUNNDEILD: 
Eins og við skiljum reglugerðina megum við ekki fá grunndeildarnemendur til okkar í sal fyrr en vonandi 15. apríl þegar ný reglugerð tekur gildi. Við ætlum að kanna þetta betur og látum vita ef það breytist en þangað til verðum við með fjarkennslu fyrir nemendur og ættu hóparnir að heyra frá frá sínum kennurum með það fyrirkomulag. Ef við fáum grænt ljós á að byrja aftur í sal fyrr en ætlað er þá látum við vita af því. 


FRAMHALDSDEILD: 
Reglugerðin leyfir okkur að hafa tíma í sal EN með ítrustu sóttvörnum eins og við erum orðin nokkuð vön. Það eru því 2 metrar á milli allstaðar og alltaf þegar það er hægt, grímur í öllum sameiginlegum rýmum innan skólans, pössum sérstaklega vel einstaklingsbundnar sóttvarnir, handþvottur, spritt etc etc… Gerum þetta saman og vöndum okkur!

Próftafla grunn- og framhaldsdeilda vor 2021

FRAMHALDSDEILD

NTD-B, 23. mars
NTD-C, 20. apríl
KLA-B, 21. apríl
KLA-E /TÁSK-E, 26. apríl
KLA-D /TÁSK-D, 27. apríl
Samtímadans, 28. apríl
KLA-C /TÁSK-C, 29. apríl

GRUNNDEILD

Föstudagur 30. apríl
2. stig kl 15:30-16:30

Þriðjudagur 4. maí
4. stig kl 15:30-17:00

Miðvikudagur 5. maí
1. stig kl 15:30-16:30

Fimmtudagur 6. maí
6. stig kl 17-18:30

Föstudagur 7. maí
3. stig kl 15:30-16:30
5. stig kl 17-18:30


Laugardagur 8. maí
7.stig kl 11-12:30

Nýjar samkomutakmarkanir

Nú er ljóst að staðkennsla er óheimil frá miðnætti í kvöld og fram yfir páska amk.

Við þurfum því að fara yfir eitt og annað varðandi dagatalið og skólastarfið næstu vikur og munum við senda út póst um næstu skref seinni partinn á morgun.

Þau sem kjósa að vera heima í dag gera það – farið vel með ykkur og hvert annað

Beint streymi frá SOLO keppni á sunnudag

Næstkomandi sunnudag verður hin árlega SOLO keppni haldin í Borgarleikhúsinu en þar gefst ungum listdansnemendum færi á að spreyta sig á klassískum sólóum úr hinum ýmsu verkum ballettbókmenntanna.

Hægt er að kaupa aðgang að beinu streymi HÉR og við hvetjum að sjálfsögðu alla áhugasama nemendur sem og annað ballettáhugafólk til að fylgjast með þessum efnilegu nemendum. Keppnin hefst klukkan 15 og tekur um 1-1,5 klukkustund.

Benedikt Gylfason nemandi okkar dansaði í úrslitum sænsku keppninnar 2019 og hlaut sérstök verðlaun

Að þessu sinni eru 17 ungir dansarar skráðir til keppni en auk þeirra dansa tvær stúlkur sem halda sínum keppnisrétti frá í fyrra þar sem keppnin útí Svíþjóð féll niður vegna Covid. Tólf nemendur Listskóla Íslands taka þátt auk nemenda frá Klassíska listdansskólanum .

Keppnin hér heima er undankeppni fyrir ballettkeppni í Svíþjóð þar sem saman koma nemendur frá norðurlöndum og baltnesku löndunum. Keppnin hefur undanfarna áratugi verið haldin í “Dalarna” í Svíþjóð, hét lengi Stora Daldansen og seinna Nordic, baltic ballet competition en næsta sumar verður keppnin haldin undir nýju nafni Prix du Nord, á nýjum stað í Gautaborg. Ef Covid leyfir þá verður keppnin úti haldin um miðjan júní. “Vi håller tummarna” eins og svíar segja.

Það er Félag íslenskra listdansara sem hefur yfirumsjón með skipulagi keppninnar hér heima en auk þess koma þátttökuskólarnir að undirbúningi.

Þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir í sal en takmarkað magn miða er í sölu vegna Covid. https://tix.is/is/event/10922/solo-undankeppni-grand-prix-du-nord/

prufutímar fyrir vorönn ’21

Nú erum við byrjuð að taka við nemendum í prufutíma fyrir vorönn 2021 og hvetjum við alla áhugasama nemendur um að skrá sig í gegnum skráningarformið hér fyrir ofan. Inná þeirri síðu má líka finna nánari upplýsingar um hvernig prufutímarnir og ferlið ganga fyrir sig.

Við viljum bjóða yngri árgangana (2009-2011) sérstaklega velkomin en annars eru prufutímar almennt opnir öllum áhugasömum dönsurum.

upphaf vorannar 2021

Gleðilegt nýtt ár öll sömul – nú rúllum við af stað með vorönn 2021. Starfsdagur kennara verður mánudaginn 4. janúar og svo hefst kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar.

Það urðu einhverjar breytingar á stundaskrá hjá flestum ef ekki öllum hópum svo við biðjum ykkur að skoða töfluna vel en hana má finna undir flipanum Stundaskrá & skóladagatal hér fyrir ofan.

Nú hyllir vonandi undir lokin á þessum blessaða faraldri en við höldum áfram að fylgjast vel með og aðlaga okkur aðstæðum hverju sinni.

Frekari upplýsingar um framhaldið koma svo í tölvupósti fljótlega

Hlökkum til að sjá ykkur!
Skólastjóri

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi