kennet oberly kennir við listdansskóla íslands

Nú er staddur hér á landi Kennet Oberly sem starfar sem sjálfstætt starfandi kennari og danshöfundur víðsvegar um heiminn. Hann er að kenna nemendum á efstu stigum framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands á námsskeiði í Bournonville-tækni auk þess sem hann setur upp Bournonville verk fyrir vorsýningu skólans.

 Kennet leiðbeinir Ellen og Sigríði á æfingu

Kennet hóf sinn feril við Stuttgart Ballettinn undir stjórn John Cranko en hefur síðan þá dansað við dansflokka eins og Maurice Bejart’s Ballet of the Twentieth Century, Boston Ballet, Houston Ballet og Pantomime leikhúsið í Tívolíinu í Kaupmannahöfn.  Þá hefur hann unnið sem ballettmeistari,  danshöfundur og listrænn stjórnandi við ýmsa aðra dansflokka.  Hann ferðast nú um heiminn og semur ný dansverk auk þess að sviðsetja hefðbundin Bournonville verk. 

KENNET OBERLY VERÐUR MEÐ FYRIRLESTUR UM BOURNONVILLE TÆKNINA Í HÚSNÆÐI LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS LAUGARDAGINN 15.JANÚAR, KLUKKAN 14:30