Klassísk Listdansbraut

Á klassískri listdansbraut er megin áherslan á klassískan ballett og allt sem honum fylgir. Þess utan taka nemendur mismunandi nútímadansáfanga, spuna, danssmíði og repertoire áfanga þar sem nemendur spreyta sig á þekktum verkum klassíska ballettsins.

Að námi loknu eiga nemendur að vera komin með sterkan tæknigrunn sem gerir þeim kleift að fást við krefjandi verkefni og getu til að dansa fjölbreytt dansverk.

Nemendur sem klárað hafa klassíska listdansbraut hjá skólanum hafa komist inn í mjög flotta skóla fyrir framhaldsnám og eins fengið vinnu sem atvinnudansarar hér heima og erlendis. Þá eru ótaldir allir þeir sem hafa snúið sér að kennslu og þannig haldið áfram að gefa.

Til þess að komast inná klassíska listdansbraut þurfa nemendur að hafa sterkan bakgrunn í klassískri balletttækni. Stúlkur þurfa að vera búnar að ná upp góðum styrk og getu á táskóm. Framhaldsbraut í klassískum listdansi hentar ekki þeim sem hafa lítinn eða veikan bakgrunn í klassískum ballet og/eða á táskóm.

Námið er kennt í samvinnu við Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrifast nemendur með stúdentspróf af listdansbraut.

SMELLIÐ HÉR til að sækja um á klassískri listdansbraut (15 ára og eldri)