Nútíma listdansbraut

Á nútíma listdansbraut fá nemendur sterkan grunn í mismunandi nútímadanstækni ásamt klassískum ballett og spuna. Nemendur fást bæði við þekktar nútímadanstæknir frá tuttugustu öld sem og samtímadanstækni okkar daga. Þá er mikil áhersla á skapandi þáttinn og nemendur læra ólíkar aðferðir til þess að semja sín eigin dansverk í danssmíðitímum bæði í samvinnu við aðra og á eigin vegum.

Að námi loknu eiga nemendur að vera vel heima í mismunandi stílbrigðum nútíma- og samtímadans auk þess að hafa góða þekkingu og verkfæri til þess að semja og setja upp dansverk. Sterkir dansarar með góða þekkingu í skapandi vinnu.

Nemendur sem hafa lokið námi á nútíma listdansbraut hafa komist inn í flotta skóla fyrir framhaldsnám og einnig fengið vinnu sem atvinnudansarar í mjög fjölbreyttum dansflokkum /dansverkefnum. Fjölmargir fyrrverandi nemendur starfa í dag sem skapandi listamenn og setja upp sínar eigin sýningar bæði hér heima og erlendis. Þá eru einnig margir sem hafa snúið sér að kennslu.

Til þess að komast inná nútímalistdansbrautina er æskilegt að nemendur hafi góðan bakgrunn í dansi og geti tileinkað sér nýja þekkingu. Við höfum þó tekið inn efnilega nemendur með minni bakgrunn sem hafa með mikilli vinnu og dugnaði náð að vinna upp það sem á vantar og jafnvel endað sem atvinnudansarar að loknu námi.

Námið er kennt í samvinnu við Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrifast nemendur með stúdentspróf af listdansbraut.

SMELLIÐ HÉR til að sækja um á nútímalistdansbraut (15 ára og eldri)