inntökupróf fyrir skólaárið 2020-2021

Inntökupróf Listdansskóla Íslands verða með eilítið breyttu sniði þetta árið vegna ástandsins eða sem hér segir: 

Inntökupróf framhaldsdeildar 2004 árgangur og eldri 
Laugardaginn 30. maí klukkan 13. (passað uppá hópastærðir) 

Nemendur framhaldsdeildar geta valið um nútíma eða klassíska listdansbraut sem lýkur með stúdentsprófi af listdansbraut MH eða bara útskrift héðan frá okkur. 

Inntökupróf yngstu árganga grunndeildar, árgangar 2010 og 2011 
Laugardaginn 6. júní klukkan 13 

Nám við grunndeild Listdansskóla Íslands er kennt samkvæmt viðurkenndri námsskrá sem byggir upp sterka dansara 

Árgangar 2009-2005 sem sækja um í grunndeild verður boðið að koma í prufutíma ýmist núna í vor eða í ágúst þegar kennsla hefst á ný. 

Allir umsækjendur eru beðnir um að fylla út rafræna skráningu og verður svo haft samband í framhaldi með frekari upplýsingar