Nýtt skólaár – skráning hafin

Við erum byrjuð að taka við skráningum í prufutíma fyrir nýja nemendur skólaárið 2020-21 og hvetjum sérstaklega yngstu nemendurna árganga 2010 og 2011 til að sækja um. Allir umsækjendur munu fá boð í prufutíma og ætlum við að hafa sérstakan prufutíma fyrir þessa tvo yngstu árganga 2010 og 2011 laugardaginn 22. ágúst klukkan 11.

Frekari upplýsingar um inntöku nemenda má finna í stikunni hér fyrir ofan og eru áhugasamir nemendur beðnir að fylla út rafæna skráningu þar undir og munum við svo hafa samband í framhaldi.

Skólasetning framhaldsdeildar verður mánudaginn 17. ágúst klukkan 16 og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá daginn eftir.
Skólasetning grunndeildar verður svo viku síðar mánudaginn 24. ágúst klukkan 16 og hefst kennsla í grunndeild þriðjudaginn 25. ágúst.

Stundaskrá er í vinnslu og mun hún birtast hér á síðunni um leið og hún er klár. Skóladagatal er nú orðið lifandi dagatal hér á síðunni sem má finna í stikunni hér að ofan auk þess sem næstu þrír viðburðir skóladagatals munu birtast í dálkinum hér til vinstri.

Þeir nemendur sem þegar eru í skólanum munu fá tölvupóst með frekari upplýsingum þegar nær dregur.