Kennsla fellur niður

Í ljósi nýjustu frétta af Covid faraldrinum fellum við niður kennslu allavega fram yfir laugardag 10. október svo við höfum tíma til að fara yfir nýjar reglur sóttvarnalæknis og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Auglýsing heilbrigðisráðherra ætti að koma fljótlega og þá skýrist þetta betur. 
Við viljum fara varlega og ekki stefna neinum í hættu – það þarf samstillt átak okkar allra til að kveða veiruna niður og vonandi sýnið þið þessu skilning. Við látum vita um leið og við vitum meira með framhaldið. 
Farið vel með ykkur og passið uppá hvort annað
Kær kveðja, 
Skólastjóri