Jóladagatal 1. desember

Þar sem jólasýning Listdansskóla Íslands féll niður vegna Covid reyndum við að finna eitthvað annað skapandi og skemmtilegt til að gera með nemendum og mun afraksturinn birtast hér á vefnum fram að jólum.

Við kynnum jóladagatal Listdansskóla Íslands sem vonandi styttir okkur stundir fram að jólum og ef Covid og aðrar vættir lofa þá birtum við eitt stutt myndband á dag fram á 24. desember.
Góða skemmtun!

Jóladagatal 1. desember – piparkökubakstur

Í þessu fyrsta myndbandi sjáum við nemendur 2. og 3. stigs í piparkökubakstri sem þykir jú ómissandi hluti jólanna.