upphaf vorannar 2021

Gleðilegt nýtt ár öll sömul – nú rúllum við af stað með vorönn 2021. Starfsdagur kennara verður mánudaginn 4. janúar og svo hefst kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar.

Það urðu einhverjar breytingar á stundaskrá hjá flestum ef ekki öllum hópum svo við biðjum ykkur að skoða töfluna vel en hana má finna undir flipanum Stundaskrá & skóladagatal hér fyrir ofan.

Nú hyllir vonandi undir lokin á þessum blessaða faraldri en við höldum áfram að fylgjast vel með og aðlaga okkur aðstæðum hverju sinni.

Frekari upplýsingar um framhaldið koma svo í tölvupósti fljótlega

Hlökkum til að sjá ykkur!
Skólastjóri