Framhald kennslu nú eftir páska

Við ætlum að hefja kennslu á morgun miðvikudag 7. apríl en ekki í dag eins og áður var tilkynnt – kennslunni verður háttað sem hér segir. 
GRUNNDEILD: 
Eins og við skiljum reglugerðina megum við ekki fá grunndeildarnemendur til okkar í sal fyrr en vonandi 15. apríl þegar ný reglugerð tekur gildi. Við ætlum að kanna þetta betur og látum vita ef það breytist en þangað til verðum við með fjarkennslu fyrir nemendur og ættu hóparnir að heyra frá frá sínum kennurum með það fyrirkomulag. Ef við fáum grænt ljós á að byrja aftur í sal fyrr en ætlað er þá látum við vita af því. 


FRAMHALDSDEILD: 
Reglugerðin leyfir okkur að hafa tíma í sal EN með ítrustu sóttvörnum eins og við erum orðin nokkuð vön. Það eru því 2 metrar á milli allstaðar og alltaf þegar það er hægt, grímur í öllum sameiginlegum rýmum innan skólans, pössum sérstaklega vel einstaklingsbundnar sóttvarnir, handþvottur, spritt etc etc… Gerum þetta saman og vöndum okkur!