Kennsla hefst í grunndeild á ný

Nú er það ljóst að við getum aftur tekið á móti nemendum grunndeildar í staðkennslu og hefst hún samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 15. apríl. Við höldum áfram að gæta vel að sóttvörnum og biðjum alla nemendur og foreldra að leggja sitt af mörkum til að vel gangi.
Hlökkum til að sjá ykkur aftur!