Inntökupróf fyrir skólaárið 2021-2022

Inntökupróf fyrir skólaárið 2021-2022 verða haldin sem hér segir:

Inntökupróf framhaldsdeild, klassísk og nútímabraut,
(árgangar 2005 og eldri)
laugardaginn 8. maí kl 13:30-16 ca

Prófið samanstendur af stuttum nútímadanstíma, spuna og ballett. Umsækjendur þurfa að ekki að undirbúa neitt sjálf.
Á listdansbraut framhaldsdeildar er hægt að taka stúdentspróf í dansi með miklum fjölda eininga í danstímum. Frábært nám fyrir alla þá sem elska að dansa !

Nánari upplýsingar um inntökuferlið og skráning HÉRNA

Stökkvið með okkur inní nýtt dansár!

Inntökupróf grunndeildar
(árgangar 2010, 2011 og 2012)
Laugardaginn 15. maí kl 14-15
Prófið samanstendur af einföldum æfingum undir handleiðslu kennara – ekki þarf að undirbúa neitt fyrir prófið.

Eldri nemendur árgangar 2006-2009 skrá sig hér á síðunni og fá boð í prufutíma með öðrum nemendum skólans.

Nánari upplýsingar um inntökuferlið og skráningarform HÉRNA

Í grunndeildinni læra nemendur rétta líkamsbeitingu og tækni