sumarnám í listdansskóla íslands

Listdansskóli Íslands með góðum stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins býður í sumar uppá sértækt sumarnám sem hluta af aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn atvinnuleysi og efla menntun meðal ungs fólks og virkni.

Það er því með mikilli ánægju sem við getum boðið uppá þessa fjóra gjaldfrjálsu áfanga fyrir nemendur í framhaldsskóla, nýútskrifaða nemendur úr grunnskólum, einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, brúa færnibil eða skipta um starfsvettvang.

Sumarnám verður í boði í sex vikur frá 14. júní, kennt verður alla virka daga auk laugardaga samkvæmt þessari stundaskrá.
Athugið að ballett og nútímadans eru alltaf á sama tíma en repertoire tímarnir verða til skiptis annan hvern dag, þar af leiðandi erum við með töflu A og töflu B hvað varðar repertoire tímana.

Fjórir áfangar verða í boði, klassísk balletttækni, nútímadanstækni auk nútíma-repertoire og ballett-repertoire. Hægt verður að velja annaðhvort klassíska balletttækni eða nútímadanstækni og báða repertoire áfangana fyrir þau sem það vilja.
Áfangana má taka til eininga á listdansbraut MH.

Við getum tekið við takmörkuðum fjölda í sumarnámið svo við biðjum áhugasama nemendur um að fylla út umsóknarformið HÉRNA sem fyrst.
Staðfestingargjald verður innheimt 3.000 krónur en það er svo endurgreitt í lok námskeiðs.

Eftirtaldir kennarar taka mismunandi tímabil í kennslu svo tímarnir verða fjölbreyttir og skemmtilegir (með fyrirvara um breytingar).

KENNARAR :

Balletttækni
Guðmundur Helgason
Sigrún Ósk Stefánsdóttir
Sæunn Ýr Marinósdóttir
Lilja Rúriksdóttir

Nútímadanstækni
Benjamin Scott Riggs
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Snædís Lilja Ingadóttir

Ballett-repertoire
Birgitte Heide
Guðmundur Helgason
Sigrún Ósk Stefánsdóttir
Sæunn Ýr Marinósdóttir

Nútíma-repertoire
Auður Bergdís Snorradóttir
Ásrún Magnúsdóttir
Benjamin Scott Riggs