Kennsla á vorönn hefst mánudaginn 10. janúar samkvæmt stundaskrá en ekki föstudaginn 7. janúar eins og áður hafði verið gefið út. Þessi breyting er gerð vegna stöðunnar á Covid-faraldrinum og óvissunnar þar í kring. Við fylgjumst að sjálfsögðu áfram með stöðunni og fylgjum leiðbeiningum stjórnvalda, sýnum öll ábyrgð og gerum þetta saman.
Búið er að opna fyrir ráðstöfun frístundastyrks í Reykjavík og Kópavogi inni í NORA og munu upplýsingar um greiðslu skólagjalda svo berast nemendum og forráðamönnum í næstu viku.
Upplýsingar fyrir umsóknir nýrra nemenda og prufutíma má sjá í öðrum pósti hér á síðunni.
Hlökkum til að sjá ykkur !