Upptaktur að dansi

Sunnudaginn 6. febrúar taka fjórir nemendur framhaldsdeildar þátt í spennandi verkefni sem fengið hefur nafnið Upptaktur að dansi.
Verkefnið er samvinnuverkefni Upptaktsins (tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna), Hörpu og Íslenska dansflokksins sem leggur til mentor fyrir danshöfundana en það er hún Thea, Þorgerður Atladóttir sem er fyrrum nemandi okkar.
Það eru þær Andrea María Ólafsdóttir, Anna Petrea Lupnaav Atladóttir, Álfheiður Karlsdóttir og Eydís Gauja Eiríksdóttir sem voru valdar sem fulltrúar skólans til að semja dans við tónverkið Niður lækjarins eftir Jönu Gajic úr Upptaktinum 2021.
Sýningarnar verða tvær, kl 14 og kl 16, sunnudaginn 6. febrúar
Aðgangur er ókeypis en sækja þarf miða HÉR
Aðrir skólar sem taka þátt í verkefninu eru Danslistarskóli JSB og Klassíski listdansskólinn.

Nánar um verkefnið og verkin á vef Hörpu HÉR