Nýtt skólaár – upphaf haustannar 2022

Þá hefjum við sjötugasta og fyrsta starfsár Listdansskóla Íslands og hér fyrir neðan má finna upplýsingar um skráningar og prufutíma fyrir nýja nemendur, skólasetningar og aðra praktíska hluti.
Stundaskráin okkar er í vinnslu þegar þetta er skrifað og verður vonandi tilbúin sem fyrst. Hún mun birtast HÉRNA þegar hún er klár til birtingar.
Þau sem sendu inn skráningar í sumar fá boð í prufutíma þegar taflan er tilbúin og við vitum á hvaða tímum við getum boðað fólk í prufu.
Við bjóðum öllum áhugasömum nemendum, jafnt grunn- sem framhalds að skrá sig í prufutíma/inntökupróf og má lesa nánar um inntökuferlið og fylla út rafræna skráningu HÉRNA

FRAMHALDSDEILD
Skólasetning framhaldsdeildar verður þriðjudaginn 16. ágúst kl 17.
Dagana 17.-20. ágúst verður opin vika með sameiginlegum tímum sem hér segir:
Miðvikud. kl 17 – Ballett, Sandrine
Fimmtud. kl 17 – Nútíma, Hildur
Föstud. kl 17 – Ballett, Sandrine
Laugard. kl 10 – Nútíma, Ben
Byrjum svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. ágúst.

GRUNNDEILD
Skólasetning grunndeildar verður mánudaginn 22. ágúst
1.-4. stig mæta klukkan 16:30 – 17:15
5.-7. stig mæta klukkan 17:15-18
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst