Þá hefjum við sjötugasta og fyrsta starfsár Listdansskóla Íslands og hér fyrir neðan má finna upplýsingar um skráningar og prufutíma fyrir nýja nemendur, skólasetningar og aðra praktíska hluti.
Stundaskráin okkar er í vinnslu þegar þetta er skrifað og verður vonandi tilbúin sem fyrst. Hún mun birtast HÉRNA þegar hún er klár til birtingar.
Þau sem sendu inn skráningar í sumar fá boð í prufutíma þegar taflan er tilbúin og við vitum á hvaða tímum við getum boðað fólk í prufu.
Við bjóðum öllum áhugasömum nemendum, jafnt grunn- sem framhalds að skrá sig í prufutíma/inntökupróf og má lesa nánar um inntökuferlið og fylla út rafræna skráningu HÉRNA
FRAMHALDSDEILD
Skólasetning framhaldsdeildar verður þriðjudaginn 16. ágúst kl 17.
Dagana 17.-20. ágúst verður opin vika með sameiginlegum tímum sem hér segir:
Miðvikud. kl 17 – Ballett, Sandrine
Fimmtud. kl 17 – Nútíma, Hildur
Föstud. kl 17 – Ballett, Sandrine
Laugard. kl 10 – Nútíma, Ben
Byrjum svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. ágúst.
GRUNNDEILD
Skólasetning grunndeildar verður mánudaginn 22. ágúst
1.-4. stig mæta klukkan 16:30 – 17:15
5.-7. stig mæta klukkan 17:15-18
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst