Stjórn Listdansskóla Íslands harmar uppsagnir starfsfólks en eins og komið hefur fram eru þær tilkomnar vegna fjárskorts. Framhaldsnám skólans hlýtur fullan styrk frá ríkinu en grunnnámið hefur verið fjársvelt síðan árið 2006. Stjórn skólans hefur lagt á það ríka áherslu við ráðuneytið að það átti sig á alvarleika málsins og vonast til skjótra viðbragða við úrlausn mála svo endurráðning starfsmanna geti átt sér stað sem fyrst. Stjórn og ráðuneytið eru í beinu samtali og er tíðinda að vænta á allra næstu dögum.
Virðingarfyllst,
Einar Örn Davíðsson, formaður stjórnar