All posts by listdansskoliislands

Jóladagatal 24. desember

Það er komið að síðasta myndbandinu í jóladagatalinu okkar og hér höfum við fengið tvo nemendur, annan núverandi og hinn fyrrverandi til þess að syngja fyrir okkur meðan við rifjum upp öll myndböndin úr dagatalinu. Matthildur Sveinsdóttir og Benedikt Gylfason syngja fyrir okkur en Benedikt sá einnig um hljóðvinnsluna.

Þetta er jólakveðja okkar til ykkar – Gleðileg jól og farsælt komandi ár – nú taka vonandi bjartari tímar við

Jóladagatal 15. desember

Þessir fordæmalausu tímar sem við lifum urðu til þess að við þurftum að fella niður bæði vor og jólasýningu skólans þetta árið. Þetta stutta brot sem við sjáum í dagatalinu í dag hefði verið hluti af stærra verki nútímadeildarinnar á jólasýningunni sem aldrei varð. Gaman að geta þó sýnt þetta hér.