All posts by listdansskoliislands

Æfingaplan fyrir jólasýningu 2019

Við erum að leggja lokahönd á æfingaplan fyrir jólasýninguna og munum uppfæra og bæta við hérna eftir því sem málin skýrast. 
Aðra daga en hér að neðan er venjubundin kennsla

Fimmtudagur 29. nóvember – samæfing grunn- og framhaldsdeildar Engjateigi 
13-15:30,  upphitun og æfingar framhaldsdeildar 
15:30,  2.7.stig upphitun 
16:00,  1.stig mætir í hús
kl 16:30-19,  samæfing grunn- og framhaldsdeildar /Rennsli í búningum 

Laugardagur 1. desember – sviðsæfingar í Borgarleikhúsinu
nemendur mæti ekki seinna en hálftíma áður en æfing hefst á sviði. 

kl 8:00 -13:30 ca Sviðsæfingar og rennsli grunndeildar 

kl 8:00 – 7.stig  Nanna
kl 9:00 – 6. stig  Margrét 
kl 9:40 – 4+5 stig Helena 
kl 10:40 – 3. stig Hildur
kl 11:25 – 1+2 stig Sigrún Ósk 
kl 11:30 4-7 stig fer í búninga og hitar upp 
kl 12:15 – Framkall grunndeildar, ásamt lokaframkalli með framhaldsdeild  
kl 12:35 – Rennsli grunndeild og framkall 
kl 13:30  Framhaldsdeild tilbúin í sviðsæfingu (jafnvel eitthvað fyrr)

 Nútímadeild, sviðsæfing með ljósum
 Klassísk deild, sviðsæfing með ljósum
Æfingu lýkur kl 16 

kl 13:30-16,  tækniæfing og rennsli framhaldsdeildar fyrir ljósamann og hljóðmann 

Sunnudagur 2. desember – Upphitun og sýningar í Borgarleikhúsinu 
Hús opnar klukkan 10 

kl 11 – Upphitun framhaldsdeild – klassísk deild á sal, nútímadeild á sviði

Grunndeild – Mæting fyrir upphitun klukkan 11
kl 11:30 Upphitun grunndeildar  
12:00-13:20 ca  Fyrri sýning
kl 14:30-15:50 ca – Seinni sýning 

Mánudagur 3. desember FRÍ 
 

4.-14. desember 
opnir tímar framhaldsdeildar 
Grunndeild samkvæmt stundaskrá undirbúningur litlu jólanna sem verða föstudaginn 14. desember 
Jólafrí 15. desember – 6, janúar

KENNSLA HEFST AFTUR eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar 2019 

upphaf haustannar 2019

Stundaskrá haustannar er komin hér inná vefinn
(með fyrirvara um breytingar sem verða eingöngu gerðar í samráði við nemendur og kennara) 

Skólasetning framhaldsdeildar verður mánudaginn 19. ágúst kl 17 

Skólasetning grunndeildar verður mánudaginn 26. ágúst,  
1.-3. stig mæta klukkan 16
4.-7.stig mæta kl 17 

Nýjir nemendur sem eiga eftir að koma í prufutíma verða boðaðir sérstaklega í þá með tölvupósti.

Tölvupóstar með nánari upplýsingum verða sendir út fyrir vikulokin. 

Í Hnotskurn

Listdansskóli Íslands býður uppá öflugt grunnnám 9-16 ára og svo framhaldsnám til stúdentsprófs í listdansi á bæði nútímalistdansbraut og klassískri listdansbraut.

Á nútímalistdans-brautinni fá nemendur sterkan tæknilegan grunn auk þess sem mikil áhersla er á skapandi þáttinn þar sem nemendur læra að semja dansverk. Nemendur á klassískri braut fá svo sterka tæknilega undirstöðu með áherslu á klassíska balletttækni auk nútímadansins.

Nám í Listdansskóla Íslands hefur það markmið að mennta framtíðarlistdansara og danshöfunda og undirbúa nemendur sem vilja halda áfram dansnámi á háskólastigi. Einnig þykir mikilvægt að þjálfa nemendur sem stunda nám sér til ánægju en gera kröfur til námsins og sjá jafnvel aðra framtíðarmöguleika með náminu eins og að verða dansfræðingar, danshöfundar og danskennarar. Nemendum er veitt kennsla í tæknilegum og listrænum greinum. Þeir fá þjálfun í sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum. Auk þess er lögð áhersla á færni í því að vinna í hópum. Það að njóta lista, menningar og þekkja sögu listdansins í gegnum námið, er mikilvægur þáttur í starfi skólans.

Mikill meirihluti íslenskra atvinnudansara og danshöfunda hafa lært við Listdansskólann og nemendur hans hlotið inngöngu í virta skóla erlendis að námi loknu.  Námið veitir því mjög sterkan grunn og undirbúning fyrir atvinnumennsku.

Próftafla grunndeildar vor 2019

Miðvikudag 22. maí
kl 15:30 – 4. stig

Fimmtudag 23. maí
kl 17:00 – 5. stig

Laugardag 25. maí
kl 11:00 – 7. stig

Mánudag 27. maí
kl 15:30 – 3. stig

Þriðjudag 28. maí
kl 15:30 – 6. stig

Miðvikudag 29. maí
kl 15:30 – 1. stig
kl 17:00 – 2. stig

Föstudag 31. maí
kl 17:00 – Útskrift 7. stigs

Inntökupróf 4. maí 2019

Inntökupróf fyrir grunn- og framhaldsdeild eru haldin á vorin, yfirleitt í apríl/maí og verður næsta inntökupróf haldið laugardaginn 4. maí.
 Þess utan eru efnilegir nemendur sem verið hafa áður í ballet eða öðrum dansi stundum teknir inn eftir prufutíma snemma annar.  
Nemendur þurfa ekki að undirbúa neitt fyrir inntökupróf heldur bara mæta og fylgja leiðbeiningum kennara. Í inntökuprófi erum við að skoða hluti eins og hvernig nemendur hreyfa sig með tónlist, hvernig þeim gengur að læra æfingar, leikræna tjáningu, auk þess sem við skoðum styrk og liðleika 

Í prufutímum mátum við nemendur inní hópa í skólanum og skoðum hvernig þeim gengur að halda í við hópinn. Nemendur mæta með hópnum í nokkur skipti eða þar til annað er rætt. Þannig fá nemendur bæði tækifæri til að máta sig í hópinn og við tækifæri til að skoða hvernig nemandi ræður við námið. 

Áhugasamir nemendur eru beðnir um að fylla út RAFRÆNA SKRÁNINGU og í framhaldi sendum við svo tölvupóst með frekari upplýsingar varðandi inntökupróf eða prufutíma.

saga skólans

Ég big að heilsa 1953 í Þjóðleikhúsinu

Haustið 1952 var Erik Bisted ráðinn ballettmeistari Þjóðleikhússins. Í starfi hans var fólgið að semja og æfa öll dansatriði sem þurftu í verkefni Þjóðleikhússins og jafnfram að vera aðalkennari við nýstofnaðan listdansskóla leikhússins. Skólastjóri var Guðlaugur Rósenkranz þjóðleihússtjóri.
Þegar Íslenski dansflokkurinn var stofnaður árið 1973 var ballettmeistarastaðan lögð niður og stjórnandi flokksins fékk tiltilinn listdansstjóri en sinnti jafnframt að einhverju leyti  sömu störfum og ballettmeistari hússins hafði áður gert, þ.e. samið og æft dansatriði fyrir sýningar hússins  Á fyrstu árunum hafði listdansstjórinn jafnframt yfirumsjón með skólanum.

Árið 1977 var Ingibjörg Björnsdóttir ráðin sem skólastjóri Listdansskólans og gegndi því starf til ársins 1997 er Örn Guðmundsson tók við.

Árið 1990 sleit skólinn sig frá Þjóðleikhúsinu ásamt Íslenska dansflokknum og fluttu stofnanirnar að Engjateigi 1.  Eftir þann flutning skipti skólinn um nafn 1.janúar 1991 og hefur síðan heitið Listdansskóli Íslands. Íslenski dansflokkurinn og Listdansskólinn störfuðu saman allt fram til haustsins 1997 að dansflokkurinn flutti í Borgarleikhúsið og úr urðu tvær aðskildar stofnanir.

Árið 2006 var rekstri skólans breytt úr ríkisskóla í einkafyrirtækið, Dansmennt ehf., sem var í eigu Listaháskóla Íslands.  Lauren Hauser var ráðin skólastjóri við skólann og gegndi því starfi til vorsins 2009 þegar Lára Stefánsdóttir tók við.  Núverandi skólastjóri Guðmundur Helgason tók við starfinu haustið 2012. Um áramótin voru aftur gerðar breytingar á rekstrarformi skólans þegar Listaháskólinn stofnaði sjálfseignarfélagið Listdansskóli Íslands ses og sleppti um leið höndunum af rekstri skólans enda átti eignarhald LHI alltaf að vera tímabundið meðan honum yrði fundið varanlegt rekstrarform. 

Listdansskóli Íslands fékk viðurkenningu menntamálaráðuneytisins árið 2006 fyrir klassíska- og nútímadansbraut. Sú viðurkenning var endurnýjuð árið 2009. Nemendur skólans á framhaldsbraut geta fengið nám sitt í listdansi metið til stúdentsprófs allt upp í 87 einingar. Menntaskólinn við Hamrahlíð býður uppá listdansbraut til stúdentsprófs en nemendur LÍ fá nám í listdansi metið í flestum menntaskólum.

æfingaplan fyrir vorsýningu 2019

Æfingaplan fram að sýningu – ALLIR 
(með fyrirvara um breytingar)
mikilvægt er að nemendur mæti vel á æfingar fram að sýningu 

Mánudagur 15. apríl  BORGARLEIKHÚS            

Kl 11:45-12:35 upphitun kla deild – ballettsal

Kl 12:45-13:45 kla deild á sviði 

Kl 12:45-13:45 ntd upphitun 

Kl 13:45-14:45 ntd á sviði 

kl. 13:45 – 14:40         6. og 7. stig                  Upphitun ballettsal 4. hæð

kl. 14:40 – 15:30         4. og 5. stig                  Upphitun ballettsal 4. hæð

kl. 14:50 – 15:15         7. stig                          Æfing á sviði

kl. 15:15 – 15:40         6. stig                          Æfing á sviði 

kl. 15:40 – 16:00         5. stig                          Æfing á sviði 

kl. 16:00 – 16:20         4. stig                          Renna á sviði

kl. 16:00 – 16:40         6. + 7. stig                   Upphitun salir á  4. hæð 

kl. 16.40                                                          Svarti salur laus           

kl. 15:30  1.stig og 2. stig mæta í hús
kl. 16:00  3. stig mætir í hús (tilbúnar með hárið greitt)                                                          

kl. 17:00           Fyrri sýning

kl. 20:00           Seinni sýning           

Kennsla hefst aftur eftir páskafrí föstudaginn 26. apríl  
 

Miðvikudagur 3.april 

8:30-11:30 
REP æfing framhaldsdeild (River upphitun) 
REP æfing klassík til kl 12 þeir sem geta 
Grunndeild samkvæmt stundaskrá

Fimmtudagur 4.april 
kl 13-16 
REP æfing framhaldsdeild (Ben upphitun)
KLA deild til 16:30 
Grunndeild samkvæmt stundaskrá

Föstudagur 5.apríl
kl 13-16 
REP æfing framhaldsdeild (River upphitun) 
KLA deild til 16:30 /KLA D til 17:30 
Grunndeild samkvæmt stundaskrá

Laugardagur 6.april hefðbundinn 
13:30-14 KLA-deild skoða búningamál 

Sunnudagurinn 7.april
kl 8-12 nútímadeild á sviði, 12-12:30 á ID sal 
kl 11-12 kla-deild upphitun á ballettsal
Kl 12-16 kla deild æfing á sviði
16-17, nótur kla deild á ballettsal 

Mánudagur 8.apríl
kl 12-15 
REP æfing framhaldsdeild NTD 12-15 (Ben upphitun)
REP æfing framhaldsdeild KLA 12-16 
Grunndeild samkvæmt stundaskrá

Þriðjudagur 9. apríl
Frídagur framhaldsdeild ? 

Miðvikudagur 10. apríl        Grunn- og Framhaldsdeild,  samæfing Engjateigi
Kl. 8:30-11:30 Framhaldsdeild 

kl. 15:30 – 16:00     3. 4.+ 5. og 6.stig    Upphitun        
kl. 16:00 – 16:30     2. stig, + 7. stig       Upphitun                    
kl. 16:30 – 17:00     KLA og NTD           Upphitun        
kl. 17:00                  1. stig                     Mæta / allir í búninga
kl. 17:15 –  19:00        Allir               Rennsli
kl. 19:00 – 20:00     6.- 7. stig+Framhaldsdeild   Æfing+ nótur 

Fimmtudagur 11.april

kl 13-16
REP æfing framhaldsdeild (Ben upphitun)
KLA deild til 16:30 
Grunndeild samkvæmt stundaskrá 

Föstudagur 12.apríl

Kl 13-16
REP æfing framhaldsdeild (River upphitun nútímadeild)
KLA deild til 16:30 /KLA D til 17:00
RENNSLI ALLIR Framhaldsdeild kl 14 

Laugardagur 13. Apríl 
Hefðbundinn 
KLA-deild 10-14:30 (ekkert pas de deux) 
 

Sunnudagur 14. apríl  BORGARLEIKHÚS           Húsið opnar kl. 7:30 

Æfing hefst stundvíslega á sviði :

Kl. 8:00           7. stig  (Nanna)                       Mæta kl. 7:35

kl.  8:30           6. stig  (Margrét)                    Mæta kl. 8:00

kl.  8:50           6.+7.stig (Asako/Hildur)         Mæta kl. 8:20

kl.  9:30           5.stig   (Helena)                      Mæta kl. 8:45 

kl.  10:00         4. stig  (Helena/Nanna)           Mæta kl. 9:30

kl.  10:30         3. stig  (Hildur)                       Mæta kl. 10:00           

kl.  11:00         2. stig  (Sigrún Ósk)                Mæta kl. 10:30  

Kl. 11:30-12:15 upphitun5.st. (svalir frammi), 6.st. (svarta sal), 7.st. (ballettsal)

kl.  11:30         strákar(Mummi)        

kl.  12:00         1. stig  (Sigrún Ósk)                Mæta kl. 12:00

kl.  12:30         6. stig   (Margrét) renna dansi í táskóm.

kl.  12:40     Allir          Rennsli grunndeild    Mæta kl. 12:10 (upphitun/búningar)

kl.  13:15                     Allir grunn- & framhaldsdeild    Framkall                      

kl.  13:30 – 15:15        Allir grunn- & framhaldsdeild   Aðalæfing

kl. 15:15 – 16:00?      Allir, nótur / frágangur /æfing á sviði… 

grunndeild

Nemendur grunndeildar eru á aldrinum 9-15 ára og skiptast í 1. – 7. stig. Nemendur útskrifum við af 7. stigi á sama tíma og þau klára 10. bekk grunnskóla.

Í grunndeild leggjum við mikla áherslu á að nemendur læri og tileinki sér rétta stöðu og líkamsbeitingu sem er lykillinn að því að geta framkvæmt erfið spor listdansins. Nemendur læra öguð vinnubrögð, samvinnu í litlum og stórum hópum, tjáningu á sviði og fleira og fleira.
Á fyrstu stigum námsins er aðaláherslan á klassískan ballett enda sannað að þar fá nemendur sterkan grunn fyrir allan annan listdans sem koma skal. Strax á öðru stigi byrja nemendur að læra spuna sem örvar sköpunargleði og tjáningu þeirra með ýmsum skemmtilegum æfingum. Nútímadans kemur svo inn síðustu þrjú stig grunndeildar en einnig læra nemendur karakterdans einn vetur.
Táskókennsla hefst á 4. stigi í Listdansskóla Íslands enda sýna rannsóknir að bein í fótum stúlknanna eru ekki tilbúin fyrir álagið sem því fylgir fyrr en um 12-13 ára aldur. HÉR má lesa grein IADMS – International Association for Dance Medicine & Science sem útlistar mjög vel hvað hafa ber í huga áður en byrjað er að æfa á táskóm.

SÆKJA UM nám við grunndeild 9-15 ára