Inntökupróf fyrir skólaárið 2022-23 verða haldin laugardaginn 7. maí. Sjá nánar um inntökuferlið HÉR og skráningarform fyrir neðan.
Grunndeild 9-15 ára
Árgangar 2011-2013 mæta klukkan 11 þann 7. maí
Árgangar -2007-2010 verða boðuð í prufutíma með öðrum nemendum skólans.
Framhaldsdeild 16 ára og eldri, árgangar 2006 og fyrr.
Inntökupróf klukkan 13 laugardaginn 7. maí – í prófinu læra nemendur nokkrar nútímadansæfingar/rútínur, taka stuttar spunaæfingar og balletttíma. Umsækjendur á klassískri braut þurfa að hafa með sér táskó.
Skráningarform má nálgast HÉRNA




Listdansskóli Íslands býður uppá öflugt grunnnám 9-16 ára og svo framhaldsnám til stúdentsprófs í listdansi á bæði nútímalistdansbraut og klassískri listdansbraut.
Á nútímalistdans-brautinni fá nemendur sterkan tæknilegan grunn auk þess sem sterk áhersla er á skapandi þáttinn þar sem nemendur læra að semja dansverk. Nemendur á klassískri braut fá svo sterka tæknilega undirstöðu með áherslu á klassíska balletttækni auk nútímadansins.
Nám í Listdansskóla Íslands hefur það markmið að mennta framtíðarlistdansara og nemendur sem vilja halda áfram dansnámi á háskólastigi. Einnig þykir mikilvægt að þjálfa nemendur sem stunda nám sér til ánægju en gera kröfur í kennslunni og sjá jafnvel aðra framtíðarmöguleika með náminu eins og að verða dansfræðingar, danshöfundar og danskennarar. Nemendum er veitt kennsla í tæknilegum og listrænum greinum. Þeir fá þjálfun í sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum. Auk þess er lögð áhersla á færni í því að vinna í hópum. Það að njóta lista, menningar og þekkja sögu listdansins í gegnum námið, er mikilvægur þáttur í starfi skólans.
Mikill meirihluti íslenskra atvinnudansara og danshöfunda hafa lært við Listdansskólann og nemendur hans hlotið inngöngu í virta skóla erlendis að námi loknu. Námið veitir því mjög sterkan grunn og undirbúning fyrir atvinnumennsku.