All posts by listdansskoliislands

Páskafrí – vorsýning – prófdagar

Páskafrí hefst mánudaginn 17. mars og lýkur mánudaginn 24. mars.  Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 25. mars.

Vorsýningar grunnskóla- og framhaldsdeildar verða í Borgarleikhúsinu 14. maí kl. 17:00 og 20:00.  

Kennt verður í grunnskóladeild til 31. maí.  Próftímabil grunnskóladeildar verður frá 22. – 31. maí.  

Kennt verður í framhaldsdeildinni til 30. apríl og á prófum þá að vera lokið.  Frjáls mæting verður í framhaldsdeildinni í maí, en skyldumæting er á æfingar fyrir vorsýningu.

Ballerínur útskrifast

Laugardaginn 15. desember útskrifuðust formlega 7 nememdur frá Listdansskóla Íslands, 4 nemendur af nútímalistdansbraut og 3 nemendur af klassískri braut.  Lauren Hauser, skólastjóri hélt stutta ræðu.  Í ræðunni talaði hún um hvað námið krefðist mikillar tæknilegrar vinnu,einbeitingar og aga og hvað þessir nemendur hefðu staðið sig vel bæði tæknilega og í listsköpuninni sjálfri. 

Nemendur Grunndeildar sýna atriði úr Hnotubrjótnum á hjúkrunarheimilum

Nemendur af 7. stigi sýndu atriði úr Hnotubrjótnum við stormandi lukku vistmanna á jólaskemmtun sem haldin var á Hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 12. desember. Elsa Margrét, Katrín Eyjólfs og Hildigunnur sýndu Kínverska dansinn og Bryndís Snæfríður og Hrefna sýndu Marsipan. Fyrirhugaðar eru heimsóknir á Hjúkrunarheimilin Skógabæ, Sunnuhlíð og Grund nú á næstu dögum.

Danssýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu

Laugardaginn 1. des. sýndu nemendur á 3. ári lokaverkefni sitt í danssmíði í Hafnarfjarðarleikhúsinu og nemendur á 4. ári sýndu útskriftarverkefni sitt í “project” áfanga.  Verkin voru unnin undir handleiðslu Guðmundar Helgasonar í danssmíði og Láru Stefánsdóttur í projecttímum í Listdansskóla Íslands á önninni.

Forskóladeildin byrjar 3. sept.

Kennsla 5-8 ára barna hefst í skólanum mánud. 3. sept.

7-8 ára börn mæta 2x í viku, á mánudögum og fimmtudögum kl. 15:00-16:00.

5-6 ára börn mæta 1x í viku, á mánudögum kl. 16:00-17:00.

Nemendur mæti í sokkabuxum og bol. Enginn formlegur búningur er fyrir forskólanema.

Gleðilegt sumar og takk fyrir frábært liðið skólaár.

Nú er kennslu lokið og kennarar komnir í frí. Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki, nemendum og foreldrum þeirra fyrir gott samstarf og samvinnu á liðnu skólaári.

Skrifstofan er opin til 15. júní og opnar aftur 13. ágúst.

Stundarskrár verða afhentar föstudaginn 17. ágúst milli kl. 13:00 og 17:00.

Kennsla hefst hjá framhaldsskólanemum mánudaginn 20. ágúst og hjá grunnskólanemum mánudaginn 27. ágúst.