All posts by listdansskoliislands

Hamingjuóskir til allra nemenda LÍ fyrir frábæra vorsýningu.

Vorsýningarnar  1. maí heppnuðust mjög vel.  Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem hafa haft samband við okkur og lýst ánægju sinni með sýningarnar.

Skólinn þakkar starfsfólki, nemendum, foreldrum og öllum þeim sem að sýningunni stóðu fyrir frábæra samvinnu.  

Til stendur að fjölfalda DVD vídeóupptökur af sýningunum sem hægt er að kaupa hér í skólanum.    Nánar um það síðar. 

Stelpurnar okkar komnar heim frá Turku!

Sýningin 17. apríl í nýju tónlistarhöllinni í Turku í Finnlandi sem Halla Þórðardóttir, Hjördís Gestsdóttir, Hildur Ólafsdóttir og Ólöf Gunnarsdóttir, nemendur á lokaári í klassískum dansi tóku þátt í, tókst með miklum ágætum. Gestakennari skólans Elli Laukkanen samdi og æfði verkið fyrir hópinn meðan hún var stödd hér á landi frá 4. jan. – 31. mars s.l.. Þetta er í fyrsta skipti sem stelpurnar dansa við frumsamið verk leikið af hljómsveit. David Yoken sem sá um projekt hefur áhuga á að senda hljómsveitarstjórann hingað og æfa verkið með tónlistarnemendum í LHÍ og sýna svo verkið hér á Íslandi með þeim Höllu, Hjördísi, Hildi og Ólöfu. Við getum verið stolt af okkar nemendum. Til hamingju stelpur.