All posts by listdansskoliislands

Forskóladeildin byrjar 3. sept.

Kennsla 5-8 ára barna hefst í skólanum mánud. 3. sept.

7-8 ára börn mæta 2x í viku, á mánudögum og fimmtudögum kl. 15:00-16:00.

5-6 ára börn mæta 1x í viku, á mánudögum kl. 16:00-17:00.

Nemendur mæti í sokkabuxum og bol. Enginn formlegur búningur er fyrir forskólanema.

Gleðilegt sumar og takk fyrir frábært liðið skólaár.

Nú er kennslu lokið og kennarar komnir í frí. Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki, nemendum og foreldrum þeirra fyrir gott samstarf og samvinnu á liðnu skólaári.

Skrifstofan er opin til 15. júní og opnar aftur 13. ágúst.

Stundarskrár verða afhentar föstudaginn 17. ágúst milli kl. 13:00 og 17:00.

Kennsla hefst hjá framhaldsskólanemum mánudaginn 20. ágúst og hjá grunnskólanemum mánudaginn 27. ágúst. 

Innritun 5 -8 ára barna stendur yfir.

Forskóladeild hefur verið stofnuð í fyrsta sinn fyrir nemendur sem fæddir eru 1999 til ársins 2002.  

Forskólanemendur eru kynntir fyrir mismunandi formum dansins í gegnum spuna og formaðar æfingar.  Unnið er með grunnþætti dansins s.s.  rými, tíma og orku, hrynjanda og grunnspor.  Mikil áhersla er lögð á að nemendur kynnist réttri stöðu líkamans og njóti þess að hreyfa sig í dansi.  

Skráning stendur yfir allan maí mánuð í síma 588-9188 eða á thuridur@lhi.is

Hamingjuóskir til allra nemenda LÍ fyrir frábæra vorsýningu.

Vorsýningarnar  1. maí heppnuðust mjög vel.  Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem hafa haft samband við okkur og lýst ánægju sinni með sýningarnar.

Skólinn þakkar starfsfólki, nemendum, foreldrum og öllum þeim sem að sýningunni stóðu fyrir frábæra samvinnu.  

Til stendur að fjölfalda DVD vídeóupptökur af sýningunum sem hægt er að kaupa hér í skólanum.    Nánar um það síðar. 

Stelpurnar okkar komnar heim frá Turku!

Sýningin 17. apríl í nýju tónlistarhöllinni í Turku í Finnlandi sem Halla Þórðardóttir, Hjördís Gestsdóttir, Hildur Ólafsdóttir og Ólöf Gunnarsdóttir, nemendur á lokaári í klassískum dansi tóku þátt í, tókst með miklum ágætum. Gestakennari skólans Elli Laukkanen samdi og æfði verkið fyrir hópinn meðan hún var stödd hér á landi frá 4. jan. – 31. mars s.l.. Þetta er í fyrsta skipti sem stelpurnar dansa við frumsamið verk leikið af hljómsveit. David Yoken sem sá um projekt hefur áhuga á að senda hljómsveitarstjórann hingað og æfa verkið með tónlistarnemendum í LHÍ og sýna svo verkið hér á Íslandi með þeim Höllu, Hjördísi, Hildi og Ólöfu. Við getum verið stolt af okkar nemendum. Til hamingju stelpur.