Nú er kennslu lokið og kennarar komnir í frí. Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki, nemendum og foreldrum þeirra fyrir gott samstarf og samvinnu á liðnu skólaári.
Skrifstofan er opin til 15. júní og opnar aftur 13. ágúst.
Stundarskrár verða afhentar föstudaginn 17. ágúst milli kl. 13:00 og 17:00.
Kennsla hefst hjá framhaldsskólanemum mánudaginn 20. ágúst og hjá grunnskólanemum mánudaginn 27. ágúst.
Forskóladeild hefur verið stofnuð í fyrsta sinn fyrir nemendur sem fæddir eru 1999 til ársins 2002.
Forskólanemendur eru kynntir fyrir mismunandi formum dansins í gegnum spuna og formaðar æfingar. Unnið er með grunnþætti dansins s.s. rými, tíma og orku, hrynjanda og grunnspor. Mikil áhersla er lögð á að nemendur kynnist réttri stöðu líkamans og njóti þess að hreyfa sig í dansi.
Skráning stendur yfir allan maí mánuð í síma 588-9188 eða á thuridur@lhi.is
Allir nemendur skólans fá 1 boðsmiða á nemendasýninguna 1. maí. Sýningar verða kl. 17:00 og 20:00 Staðfesta þarf í miðasölu Borgarleikhússins í síma: 568-8000 Miðasala á sýninguna er hafin. Miðaverð:kr. 2000 fyrir fullorðna kr. 1000 fyrir börn undir 12 ára Panta þarf í miðasölu Borgarleikhússins.
Sýningin 17. apríl í nýju tónlistarhöllinni í Turku í Finnlandi sem Halla Þórðardóttir, Hjördís Gestsdóttir, Hildur Ólafsdóttir og Ólöf Gunnarsdóttir, nemendur á lokaári í klassískum dansi tóku þátt í, tókst með miklum ágætum. Gestakennari skólans Elli Laukkanen samdi og æfði verkið fyrir hópinn meðan hún var stödd hér á landi frá 4. jan. – 31. mars s.l.. Þetta er í fyrsta skipti sem stelpurnar dansa við frumsamið verk leikið af hljómsveit. David Yoken sem sá um projekt hefur áhuga á að senda hljómsveitarstjórann hingað og æfa verkið með tónlistarnemendum í LHÍ og sýna svo verkið hér á Íslandi með þeim Höllu, Hjördísi, Hildi og Ólöfu. Við getum verið stolt af okkar nemendum. Til hamingju stelpur.