Listdansskóli Íslands
Viðbrögð og umgengisreglur vegna Covid19 haustið 2020
Nemendur og kennarar passa öll uppá handþvott fyrir og eftir danstíma og spritta eftir þörfum.
Aðrir sem koma inní Listdansskólann gæta sömuleiðis að handþvotti og sprittun.
Snertifletir eru þrifnir reglulega og ballettstangir í lok danstíma.
Foreldrar koma ekki inn í húsnæði skólans nema brýn nauðsyn krefur.
Nemendur mæta sem mest tilbúin í dansfötum til að stytta viðverutíma í búningsklefum og almenningsrýmum – ekki dvelja lengur í skólanum en þarf.
Nemendur komi með eigin vatnsbrúsa.
Ef við þurfum að hósta eða hnerra þá gerum við það í tissjú eða olnbogabót.
Forðumst að snerta andlit.
Við pössum að blanda ekki hópum meira en þarf.
Við erum heima ef við finnum fyrir einkennum eins og hita, hósta og öðrum einkennum Covid19.
Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að gæta að smitvörnum og passa að hvorki við né fólkið í kringum okkur smitist. Það hefði mikil áhrif ef skólinn myndi missa heilu hópana og kennara í sóttkví.
FRAMHALDSDEILDARNEMENDUR:
Við pössum uppá 1 meters nándarreglu og höfum meira bil á milli ef hægt er.
Nemendur framhaldsdeildar bera grímu í danstímum þar sem erfitt er að halda fjarlægð milli fólks þar til annað er ákveðið.