Inntaka Nemenda


Inntökupróf fyrir grunn- og framhaldsdeild eru haldin á vorin, yfirleitt í apríl/maí.  Þess utan eru efnilegir nemendur sem verið hafa áður í ballet eða öðrum dansi stundum teknir inn eftir prufutíma snemma annar.  
Nemendur þurfa ekki að undirbúa neitt fyrir inntökupróf heldur bara mæta og fylgja leiðbeiningum kennara. Í inntökuprófi erum við að skoða hluti eins og hvernig nemendur hreyfa sig með tónlist, hvernig þeim gengur að læra æfingar, leikræna tjáningu, auk þess sem við skoðum styrk og liðleika

Nemendur í inntökuprófi fyrir framhaldsdeild 2013

Í prufutímum mátum við nemendur inní hópa í skólanum og skoðum hvernig þeim gengur að halda í við hópinn. Nemendur mæta með hópnum í nokkur skipti eða þar til annað er rætt. Þannig fá nemendur bæði tækifæri til að máta sig í hópinn og við tækifæri til að skoða hvernig nemandi ræður við námið.

Áhugasamir nemendur eru beðnir um að fylla út RAFRÆNA SKRÁNINGU og í framhaldi sendum við svo tölvupóst með frekari upplýsingar varðandi inntökupróf eða prufutíma.


Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: