prufutímar fyrir vorönn ’21

Nú erum við byrjuð að taka við nemendum í prufutíma fyrir vorönn 2021 og hvetjum við alla áhugasama nemendur um að skrá sig í gegnum skráningarformið hér fyrir ofan. Inná þeirri síðu má líka finna nánari upplýsingar um hvernig prufutímarnir og ferlið ganga fyrir sig.

Við viljum bjóða yngri árgangana (2009-2011) sérstaklega velkomin en annars eru prufutímar almennt opnir öllum áhugasömum dönsurum.

upphaf vorannar 2021

Gleðilegt nýtt ár öll sömul – nú rúllum við af stað með vorönn 2021. Starfsdagur kennara verður mánudaginn 4. janúar og svo hefst kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar.

Það urðu einhverjar breytingar á stundaskrá hjá flestum ef ekki öllum hópum svo við biðjum ykkur að skoða töfluna vel en hana má finna undir flipanum Stundaskrá & skóladagatal hér fyrir ofan.

Nú hyllir vonandi undir lokin á þessum blessaða faraldri en við höldum áfram að fylgjast vel með og aðlaga okkur aðstæðum hverju sinni.

Frekari upplýsingar um framhaldið koma svo í tölvupósti fljótlega

Hlökkum til að sjá ykkur!
Skólastjóri

Jóladagatal 24. desember

Það er komið að síðasta myndbandinu í jóladagatalinu okkar og hér höfum við fengið tvo nemendur, annan núverandi og hinn fyrrverandi til þess að syngja fyrir okkur meðan við rifjum upp öll myndböndin úr dagatalinu. Matthildur Sveinsdóttir og Benedikt Gylfason syngja fyrir okkur en Benedikt sá einnig um hljóðvinnsluna.

Þetta er jólakveðja okkar til ykkar – Gleðileg jól og farsælt komandi ár – nú taka vonandi bjartari tímar við

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi