Í dag er fjórði sunnudagur í aðventu og þá kveikir fólk á svokölluðu englakerti á aðventukransinum. Það er því viðeigandi að yndislegu nemendur 1. stigs dansi lítinn engladans að því tilefni.
Jóladagatal 19. desember
Dagatalsmyndband dagsins heitir einfaldlega “Jólaboð, hið nýja norm” og þarfnast ekki frekari útskýringa með. Fjórir nemendur nútímabrautar héldu jólaboð á fordæmalausum tímum.
Jóladagatal 18. desember
Fólk er stundum spurt í aðdraganda jóla hvort það sé ekki komið í jólaskap eða jólastuð. Þetta var svarið þegar nokkrir nemendur framhaldsdeildar voru spurð þeirrar spurningar í gær:
Jóladagatal 17. desember
Í dag ætlum við að skyggjast inní balletttíma hjá nemendum á klassískri braut framhaldsdeildar. Myndbandið er tekið með svokallaðri time-lapse tækni svo það kemst ansi mikið efni inní þetta annars stutta myndband.
Jóladagatal 16. desember
Söguna af jólakettinum þekkja flest ef ekki öll íslensk börn og hér halda kettirnir á 6. stigi á fund hins eina sanna jólakattar sem vonandi krækir ekki í nein börn núna fyrir jólin.
Jóladagatal 15. desember
Þessir fordæmalausu tímar sem við lifum urðu til þess að við þurftum að fella niður bæði vor og jólasýningu skólans þetta árið. Þetta stutta brot sem við sjáum í dagatalinu í dag hefði verið hluti af stærra verki nútímadeildarinnar á jólasýningunni sem aldrei varð. Gaman að geta þó sýnt þetta hér.
Jóladagatal 14. desember
Jóladagatalið heldur áfram og hér dansa nokkrir nemendur á klassískri braut í stuttmynd sem ber titilinn “Dreams about the pointe of Christmas”
Jóladagatal 13. desember
Þann 13. desember halda frændur okkar svíar uppá Luciu hátíðina með fallegum söng og kertaljósi. Loforð og von um að brátt taki að birta á ný en Lucia færir fólki ljós í myrkrinu.
Nemendur 5. stigs dansa hér við þetta þekkta lag um dýrlinginn Sankti Luciu.
Jóladagatal 12. desember
Við brugðum okkur uppá fjall á dögunum þar sem við hittum fyrir þessa jólasveina en þeir voru á einhverjum flækingi svona áður en þeir þurftu að fara að týnast niður til byggða.
(Texti: Jólasveinar eftir Jóhannes úr Kötlum)
Jóladagatal 11. desember
Það er fátt hreinna og skemmtilegra en gleði og tilhlökkun barna fyrir jólin og nemendur 1. stigs bíða svo sannarlega spennt eftir að jólin komi.