Söguna af jólakettinum þekkja flest ef ekki öll íslensk börn og hér halda kettirnir á 6. stigi á fund hins eina sanna jólakattar sem vonandi krækir ekki í nein börn núna fyrir jólin.
Jóladagatal 15. desember
Þessir fordæmalausu tímar sem við lifum urðu til þess að við þurftum að fella niður bæði vor og jólasýningu skólans þetta árið. Þetta stutta brot sem við sjáum í dagatalinu í dag hefði verið hluti af stærra verki nútímadeildarinnar á jólasýningunni sem aldrei varð. Gaman að geta þó sýnt þetta hér.
Jóladagatal 14. desember
Jóladagatalið heldur áfram og hér dansa nokkrir nemendur á klassískri braut í stuttmynd sem ber titilinn “Dreams about the pointe of Christmas”
Jóladagatal 13. desember
Þann 13. desember halda frændur okkar svíar uppá Luciu hátíðina með fallegum söng og kertaljósi. Loforð og von um að brátt taki að birta á ný en Lucia færir fólki ljós í myrkrinu.
Nemendur 5. stigs dansa hér við þetta þekkta lag um dýrlinginn Sankti Luciu.
Jóladagatal 12. desember
Við brugðum okkur uppá fjall á dögunum þar sem við hittum fyrir þessa jólasveina en þeir voru á einhverjum flækingi svona áður en þeir þurftu að fara að týnast niður til byggða.
(Texti: Jólasveinar eftir Jóhannes úr Kötlum)
Jóladagatal 11. desember
Það er fátt hreinna og skemmtilegra en gleði og tilhlökkun barna fyrir jólin og nemendur 1. stigs bíða svo sannarlega spennt eftir að jólin komi.
Jóladagatal 10. desember
Hér sjáum við hvernig ferðin í jólaveisluna gæti litið út ef fólk væri statt í verki eftir danshöfundinn Pinu Bausch. Nemendur nútímadeildar veita okkur innsýn með þessum einfalda en þó dáleiðaðandi línudansi
Jóladagatal 9. desember
Skreytum hús með grænum greinum – falalalala lalalala….
Já eða bara hvaða jólaskrauti sem við finnum í geymslum Listdansskólans. Sumu þarf að dytta að en annað ratar beint á sinn stað. Nemendur 4. stigs eru skreytingarmeistarar þetta skiptið.
jóladagatal 8. desember
Í dag ætlum við að kíkja á atriði af jólasýningu skólans 2016. Þá veltum við upp spurningunni hvernig jólasveinarnir haldi sér í formi alla hina mánuði ársins sem þeir eru ekki að sinna börnunum. Svarið má finna í þessu atriði strákahópsins á jólasýningu 2016 🙂
jóladagatal 7. desember
Í desember birtast rauðar skotthúfur hér og þar um bæ og borg og í þessu myndbandi bregða nemendur 3. stigs á leik á Skólavörðuholtinu, með rauðar skotthúfur á höfði – að sjálfsögðu.