Jóladagatal 15. desember

Þessir fordæmalausu tímar sem við lifum urðu til þess að við þurftum að fella niður bæði vor og jólasýningu skólans þetta árið. Þetta stutta brot sem við sjáum í dagatalinu í dag hefði verið hluti af stærra verki nútímadeildarinnar á jólasýningunni sem aldrei varð. Gaman að geta þó sýnt þetta hér.

Jóladagatal 13. desember

Þann 13. desember halda frændur okkar svíar uppá Luciu hátíðina með fallegum söng og kertaljósi. Loforð og von um að brátt taki að birta á ný en Lucia færir fólki ljós í myrkrinu.
Nemendur 5. stigs dansa hér við þetta þekkta lag um dýrlinginn Sankti Luciu.

Jóladagatal 12. desember

Við brugðum okkur uppá fjall á dögunum þar sem við hittum fyrir þessa jólasveina en þeir voru á einhverjum flækingi svona áður en þeir þurftu að fara að týnast niður til byggða.
(Texti: Jólasveinar eftir Jóhannes úr Kötlum)

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi