Asako Ichihashi

kennari

Asako stundaði ballettnám í Japan þar sem hún ólst upp. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hún lauk B.F.A. prófi í listdansi árið 1991 frá Shenandoah University í Virginíu. Að loknu námi dansaði hún með Dayton Contemporary Dance Company dansflokkum í Ohio í Bandaríkjunum. Hún hef farið á námskeið Dancers Workshop í San Diego, American Dance Festival og Martha Graham School of Contemporary Dance.

Asako flutti til Íslands árið 1993 og stofnaði Ballettskóla á Akureyri sem hún rak um sjö ára skeið. Hún kenndi við Listdansskóla Íslands 2001-2006. Hún hefur dansað opinberlega á Íslandi. Vorið 2008 lauk hún kennsluréttindanámi við Kennaraháskóla Íslands og er með framhaldaskólakennararéttindi í listdansi. Hún hóf aftur kennslu við Listdansskóla Íslands haustið 2013.

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: