Kennari
Auður útskrifaðist með meistaragráðu í sviðslistum frá The Royal Academy of Dramatic Art í London árið 2016. Ásamt því að hafa stundað leiklist frá barnsaldri hefur hún bakgrunn í dansi og stundaði meðal annars nám á nútímadansbraut Listdansskóla Íslands.
Auður hefur unnið sem sviðshreyfinga-og danshöfundur í fjölda verka, meðal annars í Þjóðleikhúsinu, Tjarnarbíó og hjá ýmsum framhaldsskólum, ásamt því að hafa leikstýrt minni verkum og unnið í leikaravali fyrir sjónvarp, bíómyndir og leiksvið. Síðasta áratuginn hefur hún einnig kennt sviðslistir við fjölda skóla á Íslandi og erlendis.
Hjá listdansskólanum kennir Auður spuna og leggur þar mikla áherslu á samvinnu, sköpunargleði og sjálfstraust.