kennari
Guðmundur Elías Knudsen stundaði nám við Listdansskóla Íslands 1994-96 en eftir það flutti hann til Hollands og hóf nám við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem hvaðan hann útskrifaðist vorið 2000. Hann vann með Dansleikhúsi Ekka fyrst eftir útskrift. Guðmundur var fastráðinn við Íslenska dansflokkinn frá hausti 2001 til 2012 og tók þátt í öllum uppfærslum flokksins á þeim tíma nema Ambra og Transaquania-into thin air.
Guðmundur dansar annað tveggja hlutverka í dansmynd Katrínar Hall “Burst” sem hlaut verðlaun á danshátíð í Toronto, Kanada. Tók þátt í Footlose sýningu í Borgarleikhúsinu og var hreyfi meistari fyrir Algjör sveppur, Dagur í lífi drengs, sem fékk tilnefningu sem besta barnasýningin það árið. Vann hjá Leikfélagi Reykjavíkur í ýmsum uppfærslum frá 2012-2017 og var danskafteinn og aðstoðar þjálfari í Mary Poppins og Billy Elliot. Auk þess var hann danshöfundur í sýningunni “Á sama tíma að ári” og aðstoðar danshöfundur í Bláa Hnettinum sem vann Grímuna fyrir besta dans í leikverki.