Guðmundur Helgason

skólastjóri

Guðmundur Lauk grunnnámsskeiði í “EFTI” Equinox FitnessTraining Institute – einkaþjálfun- 2007. 
M.F.A. gráðu í dansi frá New York University – Tisch School of the Arts árið 2006. 
Diploma í dansi frá konunglega Sænska Ballettskólanum í Stokkhólmi árið 1993. Hann stundaði nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins  (nú Listdansskóli Íslands) á árunum 1987-1991.

Guðmundur dansaði með Íslenska dansflokknum frá 1993 til 2004 og tók þátt í öllum uppfærslum á þeim tíma. Hann var tilnefndur til dansverðlauna ársins á Grímunni, Íslensku leiklistarverðlaununum árið 2003, og hlaut áhorfendaverðlaun fyrir “Party” í Dansleikhússamkeppni LR og Íslenska dansflokksins í júní 2003. Hann varð í 2. sæti í danshöfundakeppni Íslenska dansflokksins fyrir “Le Devine”, danshöfundakeppni Íslenska dansflokksins 1998.

Guðmundur hefur verið meðlimur Akademíunnar fyrir Grímuna, Íslensku leiklistarverðlaunin, ritari starfsgreinaráðs í hönnun, listum og handverki, skipaður af SFR/menntamálaráðuneyti.  Einnig ritari félags íslenskra listdansara á árunum 1995 – 1998, formaður sama félags 2011- 2013 og gjaldkeri 2018-2020.  Guðmundur kennir við Listdansskólann ballett, módern, spuna, strákatíma, pas de deux og danssmíðar ásamt því að vera með vídeókúrs. Hann hefur verið skólastjóri frá ágúst 2012.
mummi(at)listdans.is

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: