Helena Jóhannsdóttir

fagstjóri grunndeildar

Helena hóf ballettnám í Svíþjóð og hjá Eddu Scheving en nam síðan klassískan listdans frá 9 ára aldri í Listdansskóla Þjóðleikhússins / Íslands. Hún sótti ballettnámskeið m.a. hjá The School of American Ballet í New York. 19 ára hlaut hún viðurkenningu úr styrktarsjóði FÍLD ætluðum efnilegum listdönsurum.

Helena hóf 17 ára atvinnudansferil sinn við Íslenska dansflokkinn og starfaði þar frá 1981-1994. Hún dansaði í fjölmörgum dansverkum Íslenska dansflokksins undir leiðsögn listamanna eins og sir Anton Dolin, Alan Howard, Ed Wubbe, Hlíf Svavarsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur og Per Jonson. Veigamikil hlutverk voru meðal annarra: ,,Peasant pas de deux” í ballettinum Giselle, ,,Pas de troix” í ballettinum Paquita, ,,Klói” í ballettinum Dafnis og Klói, hlutverk nöfnu hennar ,,Helenu” í Draumi á Jónsmessunóttog ,,Elínborg” í ballettinum Pétur og Elínborg. Þá eru ótalin margvísleg hlutverk í leikritum, óperum og sjónvarpsverkum.

Helena er stúdent frá MH og B.ed frá KHÍ. 
Hún hefur kennt klassískan ballett við Listdansskóla Íslands frá því hún útskrifaðist sem kennari 1997 og verið fagstjóri grunndeildar skólans frá 2009. Hún hefur samið fjölmarga dansa fyrir nemendasýningar LÍ og nokkrir þeirra verið fluttir á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tónleikunum um Maximús sem bjargar ballettinum.

Helena stýrði æfingum yngstu nemenda LÍ fyrir barnadans í SvanavatniHelga Tómassonar þegar San Francisco-ballettinn sýndi á Listahátíð í Reykjavík árið 2000.  

Samhliða kennslu í LÍ var Helena umsjónarkennari í 1. – 4. bekk Langholtsskóla árin 1997 – 2004. 
helena (at) listdans.is

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: