Hildur Ólafsdóttir

fagstjóri nútíma listdansbrautar

Hildur útskrifaðist af klassískri listdansbraut Listdansskóla Íslands jólin 2007 eftir 10 ára nám og lauk stúdentsprófi vorið 2008 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þá tók við þriggja ára nám við The Ailey School í New York þar sem hún dansaði síðasta árið í stúdentadansflokk á vegum skólans sem ferðaðist um og sýndi í New York ríki og New Jersey.
Síðustu ár hefur hún samið nokkra nútímadanssólóa sem nemendur hafa keppt með í Stora Daldansen – Nordic Baltic Ballet Competition í Falun og fengið mikið lof fyrir frá dómurum keppninnar. Hún hefur einnig samið fyrir tónlistarmyndband og fyrir Söngvakeppni sjónsvarpsins

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: