Lilja Rúriksdóttir

kennari

Lilja Rúriksdóttir fæddist í Reykjavík árið1991 og hóf þar dansnám við Ballettskóla Eddu Scheving 3ja ára gömul. Árið 2000 byrjaði hún hjá Listdansskóla Íslands þar sem hún æfði dans með áherslu á ballett til ársins 2008. Um sumarið 2008 lagði hún leið sína á námskeið við Joffrey ballettskólann í New York og ákvað svo að prófa fullt nám við skólann þann vetur. Að vetri loknum fór hún í inntökuprufur við Juilliard listaháskólann og ústskrifaðist þaðan með BFA gráðu árið 2013. Við útskrift voru henni veitt verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu í danssmíði eða ‘The Hector Zaraspe Prize for Choreography’. Eftir útskrift sat hún um kyrrt í New York þar sem hún starfaði sem sjálfstæður dansari í tvö ár og tók þá meðal annars að sér verkefni með danshöfundum á borð við Jonah Bokaer, Bryan Arias, Gregory Dolbashian, Cindy Salgado, Loni Landon og Andreu Miller. Einnig var henni veittur styrkur frá ‘The Mertz Gilmore Foundation’ sem gerði henni kleyft að setja upp sitt eigið verk sem frumsýnt var við CPR leikhúsið í Brooklyn árið 2014. Um haustið 2015 var henni boðinn samningur með LA Dance Project undir stjórn Benjamin Millipied og flutti þá til Los Angeles þar sem hún dansaði og ferðaðist um allan heim með flokknum í tvö ár. Þar dansaði hún verk meðal annars eftir Benjamin Millipied, William Forsythe, Ohad Naharin, Sidi Larbi Cherkaoui, Justin Peck, Roy Assaf, Martha Graham, Gerard&Kelly og Merce Cunningham. Árið 2017 samdi Lilja verk handa flokknum í samstarfi við Vancleef&Arpels og Luma Foundation með búningum eftir Allesandro Sartori. Auk þess að vera sífellt dansandi hefur Lilja einnig notið þess að kenna samtímadans í Norður Karólínu, Massachusetts, Kanada og á Íslandi. 

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: