kennari
Margrét var nemandi Listdansskóla Þjóðleikhússins í mörg ár, en útskrifaðist sem dansari og danskennari frá The Urdang Academy í London árið 1989. Síðan þá hefur hún aðallega unnið sem listdanskennari, en einnig sem dansari og danshöfundur. Hún hefur verið fastráðin kennari við Listdansskóla Þjóðleikhússins / Íslands frá 1989 en jafnframt hefur hún kennt við The Urdang Academy í London, Dansacademia í Arnhem í Hollandi og verið leiðbeinandi á Circumpolar Nordic Children and Youth Theatre Festival í Nuuk á Grænlandi. Margrét hefur sótt fjölmörg námskeið í tengslum við dans og kennslu. Hún hlaut kennsluréttindi frá menntamálaráðuneytinu árið 2004 í listdansi. Veturinn 2005-2006 tók hún ársleyfi og útskrifaðist með MA gráðu í dansfræðum frá The University of Surrey, Englandi. Veturinn 2007-2008 var hún í kennsluréttindanámi á meistarastigi og brautskráðist í júní 2008 frá KHÍ. Margrét hefur einnig BA gráðu í þjóðfræði, með sagnfræði sem aukagrein og er nú að vinna að MA ritgerð í íslenskum bókmenntum við HÍ (2019).
margret(at)listdans.is