Nanna Ólafsdóttir

kennari

Nanna stundaði nám við:
Listdansskóla Þjóðleikhússins frá 9 ára aldri.
Royal Ballet School London, Englandi1965-1966
Vaganova Ballettakademían í St. Pétursborg, Rússlandi 1966 – 1968
Tók lokapróf í klassískum ballett, karakterdönsum, klassískum tvídansi, sögulegum dönsum og látbragðsleik. Á námsárunum tók hún þátt í ballettsýningum Kirov ballettsins í Marinsky ballett- og óperuleikhúsinu.
Námskeið: Nanna hefur sótt fjölda námskeiða í danssmíðum, dansfræðum og kvikmyndagerð bæði hér á landi og erlendis. 

Starfsferill:
Norski óperuballettinn1972 – 73 
Íslenski dansflokkurinn1973 – 1987
Nanna var einn af stofnendum Íslenska dansflokksins og starfaði sem dansari til ársins 1980. Árið 1980 tók Nanna við stöðu listdansstjóra Þjóðleikshússins og Íslenska dansflokksins og gegndi því embætti til ársins 1987. 
Listdansskóli Íslands 1989 – 1999 var Nanna kennari og sat í stjórn Listdansskóla Íslands 
Frá 2010 hefur Nanna verið kennari hjá Listdansskóla Íslands.

Dansskáld:
Nanna hefur samið fjölda verka fyrir Íslenska dansflokkinn, Listdansskóla Íslands og dansatriði í leiksýningum og óperum Þjóðleikhússins og Íslensku Óperunnar. 
Meðal helstu dansverka fyrir Íslenska dansflokkinn frá árinu 1978 til 2000 eru:
I call it, við tónlist Atla Heimis Sveinssonar
Largo y Largo, við tónlist Leifs Þórarinssonar
Turangalila, við tónlist Messiaen
Dafnis og Klói, við tónlist Ravel, fyrsta íslenska heilskvöldsverkið. Ögurstund, við tónlist Messiaen
Herra Pétur og Elínborg, við tónlist Kristjans Black, frumflutt í Norræna húsinu í Færeyjum.
Evridís, við tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar, flutt á norrænni listahátíð í Reykjavík og menningardögum í Bonn.
Tíminn og vatnið, við ljóð Steins Steinars, frumflutt á Listahátíð í Reykjavík.
Dansverk við sálumessu Mozarts, flutt á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju.
Féhirsla vors Herra, við tónlist Jóns Leifs og Francis Poulenc, heilskvöldsverk frumflutt á Listahátíð í Reykjavík.
Dansverkið Ferli (Orbit), við tónlist Hjálmars Ragnarssonar. Verkið var sýnt á Expo í Lissabon árið 1998.
Auðun og ísbjörninn, tónlist eftir ýmsa höfunda, frumflutt á Listahátíð í Reykjavík árið 2000.
Vann að að gerð dansstuttmyndar við tónlist Amina byggt á ljóðinu Bernska eftir Jóhannes úr Kötlum. 

Ritstörf: Skrifaði greinar um Ballets Russes í tímaritið List og síðar í Leikhústíðindi. 
Stjórnar- og nefndarstörf :
Í stjórn Íslenska dansflokksins1975 – 1980
Átti sæti í nefnd á vegum Menntamálaráðuneytisins sem fjallaði um breytingar á Þjóðleikhúslögum 1989 – 1990
Átti sæti í fulltrúaráði Listahátíðar 1989 – 2001
Í stjórn Listdansskóla Íslands 1991 – 2000
Formaður Félags íslenskra listdansara1991 – 2001 
Í stjórn Bandalags íslenskra listamanna1991 – 2001

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: