Sigrún Ósk Stefánsdóttir

kennari

Sigrún stundaði nám í listdansi í München á árunum 2013-2015. Hún útskrifaðist af klassískri braut Listdansskóla Íslands árið 2010. Frá árinu 2015 hefur hún aðallega starfað við kennslu við Listdansskóla Íslands en einnig hjá Danslistarskóla JSB og Klassíska Listdansskólanum. Við LÍ kennir hún 1-3 stigi ballett, hefur kennt ballett og nútímadans í framhaldsdeild og séð um uppsetningu á klassísku repertoire fyrir þrjár sýningar skólans.

Sigrún dansaði í uppsetningu Íslensku Óperunnar á La Traviata á vordögum 2019.  Hún tók einnig þátt í verkinu Reversal of Fortune eftir Sandrine Cassini sem var sett upp með ungmennadansflokknum FWD-Forward with Dance. 

Frá 2015 hefur Sigrún sótt ýmis dansnámskeið t.d. á Impulstanz dansfestivalinu í Vín, nútímadansviku í Prag, Gaga sumarnámskeið í Tel Aviv og námskeið hjá Danske Danseteater. Einnig “workshop” og tíma á vegum Íslenska dansflokksins. 
Frá janúar 2020 hefur Sigrún setið í stjórn FÍLD – Félags íslenskra listdansara en þar áður var hún varamaður.

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: