Foreldrafélag

Við skólann er starfrækt foreldrafélag sem lætur til sín taka í ýmsu er varðar skólann. Foreldrafélagið er öflugur bakhjarl skólans og stendur fyrir ýmis konar fjáröflun til stuðnings skólanum og innra starfi hans. Foreldrafélagið hefur meðal annars fjármagnað búningakaup, keypt æfingatæki fyrir nemendur auk þess að fá fyrirlesara fyrir nemendur. Fastur liður í fjáröflun er blómasala á sýningum enda skemmtileg hefð fyrir fjölskyldur að færa dönsurunum blóm að lokinni sýningu.

Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2019-2020 skipa:
Hrefna Hallgrímsdóttir, formaður
Anna Rún Frímannsdóttir
Edda Björnsdóttir, gjaldkeri
Guðrún Edda Þórhannesdóttir
Hulda Herjólfsdóttir Skogland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Tinna Bessadóttir

Lög foreldrafélagsins má finna HÉR

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: