Skólareglur

(uppfærðar og samþykktar af stjórn skólans í maí 2020)

1. Almennar reglur

1.1. Sýna ber háttvísi og prúðmennsku í skólanum og alls staðar þar sem komið er fram í nafni hans

1.2. Opnir tímar eru einu sinni til tvisvar á ári, þar sem aðstandendur og vinir eru velkomnir að horfa á danstíma og aðra tíma sem eru í boði í skólans.  Að öðru leyti er gestum ekki leyft að koma inn í æfingasal nema með leyfi kennara.

1.3. Ef ágreiningsmál koma upp meðal nemenda, kennara og/eða starfsfólks, er leitast við að leysa þau innan skólans.

1.4. Til þess að nemandi geti tekið próf í lok hvers misseris þurfa skólagjöld hans að hafa vera greidd til fulls. Einnig þarf mæting nemanda í framhaldsdeild að vera minnst 80%.

 2. Umgengni –  Samskipti  og  hegðun

2.1 Samskipti nemenda og kennara ættu ávallt að einkennast af gagnkvæmri virðingu og tillitsemi.

2.2. Nemendum ber að gæta vel að fatnaði sínum og öðrum eigum. Öll verðmæti ætti að taka með sér inn í æfingasal þar sem skólinn getur ekki tekið ábyrgð á eigum nemenda. 

2.3. Nemendur skulu ganga vel um danssali skólans, skólalóð og aðrar vistarverur og skilja ekki eftir sig rusl, hvorki innan dyra né utan.  Vinni nemendur vitandi vits tjón á eigum skólans ber þeim/ forráðamönnum þeirra að bæta fyrir það.

2.4. Nemendur virði verkstjórn kennara í kennslustundum, sýni háttvísi, einbeiti sér að viðfangsefninu og gæti þess að valda ekki ónæði.

 3. Klæðnaður

3.1. Í grunnskóladeild eiga stúlkur að klæðast bleikum sokkabuxum og hvítum skóm, á 1. – 3. stigi klæðast stúlkur bleikum ermalausum bolum, stúlkur á 4. – 5. stigi klæðast vínrauðum ermalausum bolum, og stúlkur á 6. – 7. stigi klæðast fjólubláum ermalausum bolum. Einnig þurfa þær að eiga táskó en táskókennsla hefst á 4.stigi.  Fyrstu táskór eru valdir í samráði við kennara. 
Í modern-, jass- og spunatímum klæðast þær að auki í svartar leggings eða samkvæmt fyrirmælum kennara. 
Piltar á öllum stigum klæðast hvítum stuttermabolum, svörtum sokkabuxum og hvítum æfingaskóm.  Auk þess er gott fyrir pilta að eiga einnig svarta æfingaskó.

3.2. Í framhaldsdeild eiga stúlkur að vera í svörtum bolum, bleikum sokkabuxum, hvítum eða bleikum æfingaskóm og bleikum táskóm fyrir táskótíma,  Þær mega vera í  stuttum pilsum í repertoire tímum. Í modern-, jass- og spunatímum klæðast þær svörtum  leggings eða skv. fyrirmælum kennara. 
Piltar klæðast hvítum bolum, svörtum sokkabuxum /æfingabuxum og hvítum skóm.

4. Skólasókn

4.1. Nemendur skulu mæta stundvíslega í allar kennslustundir og ætla sér góðan tíma til fataskipta og hárgreiðslu, þ.e. að greiða hárið vel frá andliti.  

4.2. Nemendur/foreldrar/forráðamenn þurfa að tilkynna veikindi og önnur óhjákvæmileg forföll á skrifstofu skólans, með tölvupósti á netfangið listdans@listdans.is eða í síma 588 9188. Símsvari tekur við skilaboðum utan skrifstofutíma en æskilegt er að tilkynning  berist áður en kennsla hefst

Athugið að mæting á æfingar fyrir nemendasýningar er sérstaklega mikilvæg.

4.3. Nemandi sem einhverra hluta vegna kemst alls ekki í próf en hefur sýnt góða ástundun í náminu, getur fengið vetrareinkunn/umsögn frá viðkomandi kennara og verið þannig metinn áfram í náminu.

4.4 Ef veikindi og/eða meiðsli nemenda eru tíð, er þeim bent á  að leita til sérfræðinga, eftir því sem við á. 

4.5  Ef mæting nemanda í framhaldsdeild er undir 80% þá telst hann fallinn og fær ekki að þreyta próf nema í undantekningartilfellum skv. mati viðkomandi kennara og /eða skólastjóra.

4.7. Kennari tekur manntal í hverri kennslustund.

“Mættur” reiknast sem 0 fjarvistarstig.
“Seinn” reiknast sem 0,25 fjarvistarstig.
“Fjarverandi” reiknast sem 1 fjarvistarstig.
“Veikur” reiknast sem 0,25 fjarvistarstig.
“Leyfi” reiknast sem 0,25 fjarvistarstig.
“Horfir á” reiknast sem 0 fjarvistarstig.
“Meiddur” reiknast sem 0,25 fjarvistarstig.


Þessi fjarvistarstig gilda fyrir hvern áfanga og miðast út frá þeim tímafjölda sem ætlast er til að nemandi mæti í, í hverjum einstaka áfanga. Umsjónarkerfið reiknar prósentuhlutfall mætingar út frá stigunum.

 5. Námsmat, próf og einkunnir

5.1. Lokaeinkunn byggist almennt á mætingu, lokaprófi og /eða vinnueinkunn í hverjum áfanga. Í áföngum sem nota aðrar formúlur við útreikning einkunna er slíkt tiltekið í kennsluáætlun. 
Í grunndeild vegur mæting 20%, vinnueinkunn 40% og próf 40%. 
Í framhaldsdeild vegur mæting 20%, vinnueinkunn 50% og próf 30%. 

Próf eru haldin í lok haust- og vorannar.  Til þess að standast áfanga og færast á milli hópa þarf nemandinn að ná einkunninni 5,0 að lágmarki  

5.2.Nemendur sem falla í áfanga/stigi hafa heimild til að taka áfangann tvisvar aftur.

Metnaðarfullt dansnám á grunn- og framhaldsstigi

%d bloggers like this: