Frá upphafi árs 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnunin Listdansskóli Íslands ses en þar áður var skólinn í eigu Listaháskóla Íslands. Skólinn var upphaflega stofnaður í Þjóðleikhúsinu 1952 en eftir að skólinn var lagður niður sem ríkisskóli árið 2006 tók Listaháskólinn við skólanum tímabundið.
Stjórn skipa:
Einar Örn Davíðsson, formaður
Álfrún Örnólfsdóttir
Ninna Stefánsdóttir
Varamenn:
Karólína Stefánsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir